Dómur hversdagsleikans á frjálshyggjuna

Hvað sem allri díalektík líður er hversdagslífið það sem við þurfum að þola dags daglega og þar sem búum við við stigveldisskipulag hafa ákvarðanir og duttlungar stjórnarmeirihlutans meiriháttar áhrif á hið daglega amstur. Ef hversdagslífið er bæði þolandi og dómari núverandi hagkerfisstjórnunar, hver er niðurstaðan?

Fylgismenn þessarar stefnu hafa staðið fyrir áróðursherferð til að áformin gengu smurðara en ella og samkvæmt henni átti einkavæðing að fela í sér lægra verð, betri þjónustu þessarra fyrirtækja, lækkun skatta og svo framvegis.  En raunveruleikinn er allt annar.  Hversdagslíf fólks eins og mér breytist vissulega, en ekki á þann hátt sem áróðursherferðin sagði til um.  Þjónusta Póstsins hefur dregist umtalsvert saman; útibú eru fá og dreifð og verð er hátt.  Hún virðist gagnast mest við að færa í bréfalúguna auglýsingabæklinga og ruslpósts (eins og blaðsins og fréttablaðsins) sem nær eflaust þyngd alls birkis á Íslandi á ári.  Í þeim kemur fram allt framboðið af tilgangslausu rusli sem ég gæti keypt fyrir peninga sem ég gæti fengið að láni.  Sniðug hugmynd, þessi einkarekna einokun…

Almenningssamgöngur í Reykjavík, póstþjónusta og gæði dagblaða hefur farið aftur frá því að frjálshyggjuvæðingin hófst fyrir alvöru á tíunda áratug síðustu aldar. Þetta gengur þvert á loforð málpípa kerfisins og dómur hversdagsleikann er harður. En, það sem verra er, hefur kerfið einnig brugðist á lífsnauðsynlegum stofnunum.

Heilbrigðiskerfið var stolt Íslendinga; stólpi um það sem við hefðum fram yfir t.d. kanana.  En nú talar enginn lengur um ókeypis heilbrigðisþjónustu.  Stjórnunarkostnaður hefur hækkað, hlutar heilbrigðisþjónustunnar færst í einkafyrirtæki eins og ISS og tannlæknaþjónustan er enn í gróðaskyni; hryllilega dýr.  Færsla úr ríkisrekstri í annað form hefur reyndar gengið vel á einstaka stöðum.  Til dæmis er það óneitanlega bylting til hins betra hvernig málefni geðfatlaðra hafa þróast; úr stórum einingum í litlar nokkuð sjálfstæðar einingar.  En sú breyting var aldrei það sem áróðurinn snerist um; enda eru þær einingar ekki reknar í gróðaskyni og breytinguna má þakka hugsjónamönnum sem létu sér hag hinna verst stæðu varða, nokkuð sem menn ættu að hafa í huga.

Frá því bankarnir voru einkavæddir hafa þeir tapað sér algerlega í leitinni að lánþegum.  Þeim hefur tekist að sannfæra bróðurpart þjóðarinnar um að það sé sniðugt að taka lán fyrir munaðarvörum sem það hefur ekki nærri því efni á.  Yfir landsmönnum hanga greiðslur lána sem einhverntíman hefðu þótt framandi: tölvukaupalán, hin og þessi bílalán, veltukort, yfirdráttarheimildir og hvaðeina.  Þeir sem vilja fjármagna nám þurfa fyrst að taka yfirdrátt áður en LÍN samþykkir að þeir hafi pínt sig nógu mikið; gott fyrir bankana.  Margt fólk hefur fallið í þá gryfju að taka húsnæðislán sem ná greiðslubyrði í algert hámark.  Þetta fólk getur aldrei minnkað við sig vinnu undir eðlilegum kringumstæðum.  Það mun þurfa að vinna baki brotnu áratugum saman bara til að eiga fyrir greiðslum lána:  Það hefur ekkert val nema að selja sig í vinnuþrældóm.  Bankarnir hafa meir að segja lánað stórfé til unglinga sem langar í tölvur, bíla o.s.frv. og komið  þeim, allt of snemma í rottukapphlaupið.

Það fólk sem byggði upp landið og er nú komið á hægu árin, er hampað sem hetjum, en nú, þegar það þarf að leita á náðir samfélagsins, hvernig horfa hinstu æfiárin fyrir það?  Fólk hefur dáið og rotnað í hrörlegum hýbílum vegna þess að við höfum hafnað þeim.  Eini almenni staðurinn sem gamalt fólk er áberandi á eru sæti strætisvagna borgarinnar.  Að öðru leyti virðist sem við sættum okkur við að fela þau eins og vandræðalegt leyndarmál.  Við kjósum að líta á fólk sem vinnuvélar og þeir sem henta verr í slíkt er lítilsvirt á þennan hátt!

En allt er þetta virði því eins og áróðurinn sagði til um hefur skattbyrði stórlækkað síðustu ár, eða þannig.  Rannsóknir sem birst hafa í fjölmiðlum síðustu daga þess efnis að í raun hafa skattar á fólk hækkað síðustu ár, þvert á loforð ríkisstjórnarinnar.  En kom þetta einhverjum á óvart?  Hversdagslífið hefur sagt okkur þetta þegar.  Fólk vinnur ennþá jafnmikið eða meira og ríkið tekur meira af smánarlaunum til sín.  Nú fer meira skattfé í lögreglu, nýjan her í Afganistan, sendiráð, laun “æðstu ráðamanna”, stóriðjuframkvæmdir, starfslokasamninga, styrki í sérverkefni, menningarverðlaun og aðra ósvífni.

Blekking áróðursherferðanna um einkavæðingu felst ekki síst í því að tekist hefur að sannfæra fólk um að aðeins séu til tvær leiðir; ríkisrekstur og einkagróðarekstur.  Fáránlegt!  Ég hafna báðum leiðum. Eignarhald starfsmanna og e.t.v. neytenda á fyrirtækjum, jafnvel non-profit að auki, kostur sem af einhverjum sökum er ekki einu sinni inni á spjallborðum landsmanna.  Stafar þetta af þekkingarleysi, þreytu, leti eða einhverju öðru?

Það er að minnsta kosti ljóst að vegna greiðslubyrði lána hefur fólk minni tíma fyrir sig sjálft, en meiri tíma í vinnu.  En hversu langt er í það að lífið hætti að verða annað en samfelldar stundir vinnu og neyslu?   Ef ekki verður staldrað við nú þegar, málin ígrunduð og eitthvað gert í þeim (nóg er hægt að gera) getum við alveg eins sett strikamerki á þjóhnappana.  Skoðum hversdaginn, hvað við vinnum mikið, hversu oft við hittum fjölskyldu og vini edrú o.s.frv.  Hve miklu meiri tíma og plús-peninga eigum við nú en áður.  Kominn er tími til að vakna og opna augun, við munum þurfa að súpa seyðið af blekkingunum lengi.

Kæra þjóð, hafið þér fallið í gleymskunar dá?

Skoðanakönnun síðustu viku sýndi það að Framsóknarflokkurinn er að hverfa frá stjórnmálum á Íslandi.  Einnig sýndi sama könnun að Sjálfstæðisflokkurinn hefur sjaldan verið sterkari.  Hvers vegna ætli það sé?  Það hlýtur að vera vegna þess að flokkurinn hefur staðið sig mjög vel í því að taka vilja þjóðarinnar og framkvæma eftir honum.  Meðlimir hans hljóta að hafa sýnt gott siðferði og yfirburða hæfileika í að stjórna þjóðfélaginu.

En hvernig stendur á því að annar flokkurinn af tveimur sem hafa verið í stjórn er með yfirburða hátt fylgi en hinn er með yfirburða lágt fylgi?  Þessir flokkar stjórna jú landinu saman.

Einnig veltir maður óneitanlega fyrir sér hvort fólk muni eftir því sem þessir flokkar hafa gert í sinni stjórnartíð,  við skulum rifja upp nokkra viðburði.

1.     Mannréttindabrot.  Stjórnvöld buðu Jiang Zemin velkominn til Íslands þrátt fyrir ótal mannréttindabrot í Kína, þátttöku hans í fjöldamorðum á stúdentum á Torgi hins himneska friðar og markvissri útrýmingu á tíbetsku þjóðinni sem Kína hertók 1950, svo eitthvað sé nefnt. Íslensk stjórnvöld buðu hann velkominn og fangelsuðu um leið friðsama mótmælendur sem komu inní landið án þess að þeir hefðu nokkuð til þess unnið.  Einnig gerðu stjórnvöld allt sem í þeirra valdi stóð til þess að mótmæli sem  fram fóru á þessum tíma kæmu sem minnst fram í fréttum og að forsetinn yrði þeirra aldrei var (umkringdu til dæmis mótmælendur með tugi lögreglubíla og tugi lögreglumanna á svæði þar sem væri lítil hætta á að mótmælin sæjust).

2.     Lýstu yfir stríði á hendur Írak.  Þar með lýsti Ísland í fyrsta sinn yfir stríði á aðra þjóð.  Þessa ákvörðun tók ríkisstjórnin algerlega sjálf og tók ekkert mið af því að meirihluti þjóðarinnar væri þessu mótfallinn.

3.     Ýtti Kárahnjúkavirkjun í gegn þrátt fyrir fall í umhverfismati, fékk auka mengunarkvóta fyrir Ísland í Kyoto-bókuninni svo hægt væri að menga meira hér og er núna að vinna að því að kaupa mengunarkvóta af öðrum löndum sem mun meðal annars leiða til þess að Faxaflóinn verður mengaðasta svæðið í norður Evrópu.  Aldrei var þjóðin spurð, aldrei var framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðsla þrátt fyrir stærð málsins.

Þetta eru aðeins þau atriði sem mér eru efst í huga, vonandi ert þú, lesandi góður, ekki búinn að gleyma þínum.

10 ástæður fyrir andstöðu við AGS (Inngangur)

Eftirfandi er stuttur kafli úr bókinni “10 Reasons to abolish the IMF & World Bank” eftir Kevin Danaher.

Árið 1984 vorum við eiginkona mín, Medea Benjamin, stödd í Gvatemala til að taka rannsóknarviðtöl við konur bænda sem höfðu verið teknir af lífi af hernum í Gvatemala. Ein af þessum konum sagði okkur sögu sem var meira fræðandi en nokkur fyrirlestur sem ég hafði heyrt í námi mínu. Hún stóð fyrir framan fátæklegt heimili sitt, ásamt þrem börnum sínum, og sagði okkur hvernig herinn hefði komið eitt kvöld, dregið mann hennar frá heimilinu og brytjað hann til dauða með sveðjum fyrir framan hana og börnin.

Ég spurði: „Hvers vegna gerðu þeir þetta?” Hún leit niður á hendur sínar og svaraði:„Þeir sögðu að hann hefði verið subversivo (uppreisnarmaður).” Ég spurði: „Hvað var maður þinn að gera sem gerði það að verkum að herinn útnefndi hann uppreisnarmann?” Hún svaraði: „Hann var maður orðsins, tómstundatrúboði. Hann kenndi öðrum bændum hvernig mætti rækta kanínur.”

Ég gat ekki skilið hvernig kennsla í kanínurækt gerði nokkurn að ógn fyrir kerfið, svo ég bað hana að útskýra. Hún sagði: „Þú verður að skilja hvernig samfélagið er byggt upp og hvernig völdin eru hér. Efnahagurinn hér í Gvatemala er byggður þannig upp að þeir sem hafa völdin, margir af þeim hershöfðingjar, eiga og stjórna stórum búgörðum á láglendinu og selja vörur eins og bómull og ávexti til ykkar í Bandaríkjunum. Stóru landeigendurnir græða mikinn pening á þessu. Þeir græða svona mikið vegna þess að þeir geta nýtt sér fólk eins og okkur, bændafólk frá hálöndunum, sem erum svo fátæk að við neyðumst til að fara til þessara stórbýla og þola þessa ömurlegu vinnu á ökrunum, þar sem skordýraeitri er úðað á okkur – fyrir einn dollara á dag – vegna þess að við höfum ekki um annað að velja. Þess vegna er það svo, að ef við gerum eitthvað eins og að kenna hvert öðru að rækta kanínur, svo við getum fætt okkur án þess að neyðast til að selja strit okkar fyrir dollara á dag, er það í eðli sínu óhlýðni, vegna þess hvernig samfélagsgerðin er.”Þess vegnaer það svo, að ef við gerum eitthvað eins og að kenna hvert öðru að ræktakanínur, svo við getum fætt okkur án þess að neyðast til að selja strit okkarfyrir dollara á dag, er það í eðli sínu óhlýðni, vegna þess hvernigsamfélagsgerðin er.”

Þarnavar ein kona úr fátækustu stétt heimsins að kenna háskólanemunum úr norðrigrundvallaratriði: Það eru hinir ríku, ekki hinir fátæku, sem skapa fátækt.

Þvíer það svo að ef við viljum virkilega komast að rótum þess, hvað veldur fátækt– ekki bara því sem kemur fram á yfirborðinu – verðum við að beita okkur aðstærri baráttu, sem tekur til lengri tíma og er flóknari en að gefa barahjálpargögn. Þú gætir bjargað öllumdrukknandi börnum úr fljótinu, en ef þú ferð ekki ofar í fljótið til að stöðvamanninn sem hendir þeim út í, leysirðu vandann aldrei raunverulega.Þú munt þjást af „samúðarþreytu” ef þú reynirað bjarga öllum fórnarlömbum eftir að þau hafa verið gerð að fórnarlömbum ogkemst ekki að rót vandans.

Það var fólk eins og þessi kona frá Gvatemala sem gaf okkur innsýnina sem hvatti okkur til að koma á fót Global Exchange árið 1988, þar sem við hvetjum til þess sem við köllum grasrótar-alþjóðahyggju, og sumir kalla lýðræðislega hnattvæðingu: Að tengja saman fólk úr ýmsum heimshornum, sem berst fyrirefnahagslegu réttlæti og fullu lýðræði. Þessi valkostur við „ofanfrá og niður”-hnattvæðingu er byggð á einfaldri(en ekki einfeldningslegri) hugmynd: Með því að sameina fólk frá mismunandi þjóðum og menningarheimum getum við skapað frið og velsæld fyrir alla íbúa heimsins.

Þegarég fór fyrst til Suður-Afríku á níunda áratugum, og vildi hjálpa í baráttunnigegn stjórn hvíta minnihlutanum, sögðu innlendir baráttumenn mér einmitt: „Þaðer gott að þú komir hingað til að hjálpa, en ef þú vilt virkilega hjálpa okkur,farðu aftur og breyttu þínu landi.

Þarna var ein kona úr fátækustu stétt heimsins að kenna háskólanemunum úr norðri grundvallaratriði: Það eru hinir ríku, ekki hinir fátæku, sem skapa fátækt.

Því er það svo að ef við viljum virkilega komast að rótum þess, hvað veldur fátækt – ekki bara því sem kemur fram á yfirborðinu – verðum við að beita okkur að stærri baráttu, sem tekur til lengri tíma og er flóknari en að gefa bara hjálpargögn. Þú gætir bjargað öllum drukknandi börnum úr fljótinu, en ef þú ferð ekki ofar í fljótið til að stöðva manninn sem hendir þeim út í, leysirðu vandann aldrei raunverulega. Þú munt þjást af „samúðarþreytu” ef þú reynir að bjarga öllum fórnarlömbum eftir að þau hafa verið gerð að fórnarlömbum og kemst ekki að rót vandans.

Það var fólk eins og þessi kona frá Gvatemala sem gaf okkur innsýnina sem hvatti okkur til að koma á fót Global Exchange árið 1988, þar sem við hvetjum til þess sem við köllum grasrótar-alþjóðahyggju, og sumir kalla lýðræðislega hnattvæðingu: Að tengja saman fólk úr ýmsum heimshornum, sem berst fyrir efnahagslegu réttlæti og fullu lýðræði. Þessi valkostur við „ofanfrá og niður”-hnattvæðingu er byggð á einfaldri (en ekki einfeldningslegri) hugmynd: Með því að sameina fólk frá mismunandi þjóðum og menningarheimum getum við skapað frið og velsæld fyrir alla íbúa heimsins.

Þegar ég fór fyrst til Suður-Afríku á níunda áratugum, og vildi hjálpa í baráttunni gegn stjórn hvíta minnihlutanum, sögðu innlendir baráttumenn mér einmitt: „Það er gott að þú komir hingað til að hjálpa, en ef þú vilt virkilega hjálpa okkur, farðu aftur og breyttu þínu landi. Það eru leiðtogar fyrirtækja og ríkisstjórna ykkar sem styðja ólýðræðislega leiðtoga um allan heim. Besta framlag þitt væri að skera á sameiningu og tengsl elítu ykkar og elítu okkar og byggja um leið einingu milli grasrótarafla.”

Vantar okkur fleiri fanatíkera?

Það er hægt að horfa á Ómega í Íran.  Kerfið þeirra er komið á einhvern ísraelskan gerfihnött og spannar allt frá Grænlandi til Kína.  Núna geta sakleysingjar sirka 70 landa látið féfletta sig og heilaþvo með lýðskrumi og andlegu rökleysisklámi.

Ef sósíalistar hefðu til að bera helminginn af framtaksseminni sem Ómegamenn hafa, þá væri öðruvísi um að litast í heiminum.  Það mega trúarnöttarar eiga, að þá skortir ekki eldmóðinn.  Það er hins vegar eins og framfara-, lýðræðis- og byltingarsinnaða vinstrimenn vanti hann.  Eða bara að þeir séu ekki nógu margir.  Er það kannski hinn almenni borgari sem vantar eldmóð?

Ég átti einu sinni framhaldsrökræður við Votta Éhóva þar sem ég var staddur erlendis.  Fyrst þegar þeir bönkuðu upp á áttum við langar (heillangar) rökræður um allan fjandann.  Ég hafði þá legið í Rauða kverinu, bók eftir frægan Kínverja, og var með á takteinum ótal dæmi um díalektíska efnishyggju, sem Vottarnir féllust á – en samþykktu svo ekki þegar í ljós kom að niðurstaðan var að guð væri óþarfur!

Næst, viku seinna, þegar þeir komu höfðu þeir Varðturninn meðferðis handa mér.  Á íslensku.  Ég varð dolfallinn.  Hvernig í andskotanum gátu Vottarnir verið komnir með íslenskan Varðturn strax??  (Ég hafði að vísu lesið þetta tiltekna tölublað áður en ég var ekkert að svekkja þær með því…)  Allavega rann upp fyrir mér ljós þarna.  Þótt maður sé ósammála trúarnötturum um flest, þá má samt læra af þeim.  Sama má segja um aðra sem eru ósammála manni, það má læra af þeim.  Þótt ekki sé nema skipulag og vinnubrögð.

Þá vík ég aftur að upphaflega umræðuefninu.  Hvernig stendur á því að öfgatrúaðir rugludallar geti komið sínum boðskap til hundruða milljóna í gegn um gerfihnött og fjármagnað ófögnuðarerindi sitt með gjafafé mismikilla vesalinga, en á meðan ríkisstjórnin gerist meðsek í glæpum gegn mannkyni situr íslenskur almenningur lúpulegur hjá og sýgur snuðið?  Hvar er eldmóðurinn?  Þurfum við fleiri fanatíkera í okkar hóp, svo við verðum eins og trúarnöttararnir?  Getur verið að það sé málið?

Ég hef svosem ekki svar á takteinum.  Ég vona að meiri fanatíkur sé ekki þörf.  Ég er samt hræddur um að það, sem í rauninni þurfi kannski, sé ekkert skárra.  Það er nefnilega örvæntingin.  Íslendingar eru feitir og værukærir.  Latir, sjálfsánægðir.  Friðþægður verkalýðsaðall, upp til hópa.  Innlendu valdastéttinni hefur undanfarna áratugi gengið bærilega vel að láta undirstéttirnar halda sér saman með því að eiga nægar dúsur í handraðanum til að stinga upp í hana.

Á Íslandi hefur almenningur ekki mótivasjón til að bylta valdinu í venjulegum skilningi orðsins.

Það var hiti í mönnum, eins og sagt er, þegar skórinn kreppti.  Í kreppunni, eftir stríð eða í verkföllum 6. áratugarins, svo dæmi séu tekin.  Þá var ekki nóg til af dúsum, fólk var svangt og það var flogist á.  Götubardagar í Reykjavík.  Hvað er langt síðan slíkt henti síðast?

Er efnahagskreppa með tilheyrandi ömurleika skilyrði fyrir árangursríku byltingarsinnuðu starfi?

Vinstrisinnaðasti flokkur Íslands höfðar kannski hvað mest til menntamanna í þéttbýli.  Skömm frá því að segja, en það verður samt að segjast eins og er.  Hvers vegna er hann ekki verkalýðsflokkur?  Feminískur umhverfisverndarflokkur er besta mál, en þótt þau mál fengju meira brautargengi væri björninn samt langt frá því að vera unninn.

Ansi er ég hræddur um að viðleitni til að afnema kapítalisma, og eitthvað þannig, hér á Íslandi eigi eftir að stoða lítið meðan valdhafar hafa enn tök á að fróa skilningarvitum fólks og láta það halda að allt sé í stakasta lagi.  Það er það ekki, en meðan fólk lætur ljúga því að sér að það sé það, er þá ekki allt í lagi fyrir valdhafa?  Þræll reynir ekki að strjúka ef hann heldur að hann sé þegar frjáls.

Nú gæti tundrið verið að styttast, í að næsta alvarlega kreppa skelli á.  Þess eru reyndar strax farin að sjá merki.  Þegar olíuverð fer stórhækkandi á næstu árum (jafnvel næstu mánuðum eða misserum … hækkunin hingað til er réttsvo toppurinn á ísjakanum), þá harðnar á dalnum.  Þá fer að ískra alvarlega í hjólum atvinnulífsins og hvort tveggja hrynur í senn, laun og framboð á lífsnauðsynjum.  Þá verður erfitt að lifa — og afætur illa séðar.

Þá verður jörðin altént frjó fyrir byltingu.  Vonandi að hún komi ekki of seint.

Hvernig hún verður háð veit ég ekki.  Hitt veit ég, að til þess að hún gangi að óskum verður að vera til hreyfing sem getur axlað forystuhlutverk í henni.  Hreyfing sem getur tekið af skarið þegar þess þarf, metið aðstæður, leitt fjöldann.

Nú um þessar mundir er enginn fjöldi til að leiða.  Boðorð dagsins hlýtur því að vera að undirbúa þann dag og hafa hreyfinguna tilbúna þegar hennar verður þörf.  Hvernig tilbúna?  Þannig tilbúna, að hún eigi sér stjórnkerfi og boðleiðir, málgögn, bækistöðvar, mannafla.  Sé treyst og þekkt í samfélaginu, vitað fyrir hvað hún stendur.  Sé rekin á þann hátt sem við viljum að samfélagið verði rekið í framtíðinni = lýðræðislega.  Sé vel búin fólki með góða þekkingu á vandamálum og lausnum, á vinnubrögðum.

Bylting gerir sig ekki sjálf.  Innri og ytri skilyrði þurfa að vera passleg svo hún verði árangursrík.  Hún verður heldur ekki farsæl af sjálfu sér, öðru nær.  Það er enginn hörgull á sérplægnum auðvaldssinnum, gagnbyltingarmönnum eða mannkynslausnurum sem vilja glaðir taka forystuna.  Þess vegna verður vinnandi fólk að eiga sér sinn eigin, sjálfstæða, óháða málsvara.  Það getur ekki verið upp á önnur pólítískt öfl komin.  Framfarir verða ekki með afturhaldsöfl við stjórnvölinn.  Til að fólkið geti tekið stjórnina þarf það að kunna að fara með hana.  Það lærir hún ekki með því að taka við fyrirskipunum.  Það er skammgóður vermir að bola burtu gömlu herrunum til þess eins að nýir herrar taki við.

Verkefni dagsins er að leggja undirstöður að hreyfingu sem getur axlað ábyrgð þegar þess þarf.  Við vitum ekki hvenær það verður nákvæmlega, en sennilega er þess ekki langt að bíða.  Ekki er ráð nema í tíma sé tekið.

Hvað er stéttarstaða og af hverju ræðst hún?

Fyrir viku skrifaði ég að „stéttarstaða ræðst ekki af breytni heldur … haldið ykkur nú … stéttarstöðu.”  Þetta orðalag var vanhugsað og ástæða til að láta það ekki standa óleiðrétt:

Stéttarstaða er mælikvarði á félagslega og efnahagslega stöðu manns í þjóðfélaginu.  Hún ræðst einkum af afstöðu til atvinnutækja, hversu miklu menn ráða um þau.  Í þjóðfélaginu eru nokkrar stéttir.  Þeirra helstar eru tvær: Þeir sem vinna en eiga ekki og þeir sem eiga en vinna ekki.

Þeir sem eiga en vinna ekki eru kallaðir kapítalistar, því þeir lifa á eign sinni — höfuðstólnum — kapítalinu.  Til er í dæminu að einstakar eignir séu ekki í eigu kapítalista heldur ríkisvaldsins.  Ríkisvaldið er sameiginleg framkvæmdanefnd valdastéttarinnar, svo ríkiseign er í raun sameign valdastéttarinnar.  Pétur Blöndal hefur bent á að það sé misskilningur að ríkiseign sé sama og þjóðareign.  Það er hárrétt athugað hjá Pétri; þjóðin á ekki ríkið og ræður vanalega minnstu um það.
Þótt forstjóri ríkisfyrirtækis sé strangt til tekið ekki kapítalisti, þá er hann samt ígildi kapítalista.  Sá sem fer með vald yfir atvinnutæki öðlast með því félagslegt vald, jafnvel þótt hann eigi það ekki beinlínis sjálfur.  Hann öðlast með því stéttarstöðu.
Stéttarstaða raðar mönnum í röð eftir völdum þeirra.  Völd og stéttarstöðu er varla hægt að aðgreina.  Stéttarstaða veitir vald og vald veitir stéttarstöðu.  Menn hækka í stétt eftir því sem ítök þeirra í efnahagskerfinu aukast, en ítök í efnahagskerfinu eru efnahagslegt vald.
Áður hef ég skrifað að stéttarstaða ákvarðist ekki af breytni.  Það er rétt.  Efnahagsleg stéttarstaða er aðstaða til að nota aðra sjálfum sér til framdráttar.  Hvort menn misnota sér þá aðstöðu eða ekki skiptir ekki máli; sá sem getur það tilheyrir yfirstéttinni, sá sem getur það ekki tilheyrir henni ekki.  Flestir sem hafa aðstöðu til að nýta sér aðra gera það, enda er þægilegra að láta aðra vinna fyrir sig en lifa sjálfur á eignum sínum.  Nú getur forríkur maður ákveðið að misnota stéttarstöðuna ekki.  Á meðan hann er eignamaður heldur hann samt stéttarstöðu sinni.
Kapítalisti er sá, sem er fær um að lifa á eignum sínum og vinnu annarra.

Húsnæðismál á Íslandi

Hvað getum við sagt að séu grundvallarmannréttindi?  Eru grundvallarmannréttindi að eiga stóran jeppa,  plasmasjónvarp,  álver í hverjum firði og mcdonalds í næsta nágrenni?  Samkvæmt framsækinni nytjastefnu (PROUT)  eru grundvallarmannréttindi eftirfarandi:  Þar eru algjör lágmarksmannréttindi að fólk hafi föt,  mat, mannsæmandi atvinnu, heilsugæslu, menntun og viðunandi þak yfir höfuðið, þessi lágmarkmannréttindi hækka síðan eftir því hve mikið „góðæri“ er í samfélaginu.

Í íslensku samfélagi er mikið talað um hið mikla „góðæri“ sem hefur komið eins og stormsveipur og borið okkur til meiri velmegunar.  Þetta ætti að þýða að þjóðfélagsþegnar fengju að minnsta kosti lágmarksmannréttindi eins og húsnæði, en nei, það er fjarri lagi.

Húsnæðisverð hefur aldrei verið sérstaklega lágt á höfuðborgarsvæðinu og hefur fólk þurft að strita í fleiri ár til að eiga fyrir því en það var hinsvegar hægt í eina tíð.  Nú til dags þarf ungt fólk að taka á sig löng lán sem halda þeim í skuldaánauð við bankakerfið helming lífs þeirra eða meira.  Ef ungt fólk ætlar að fá sér viðunandi íbúð þar sem er baðherbergi, stofa, eldhús og eitt svefnherbergi þá þarf það að borga í kringum 15 miljónir króna.  Þetta leiðir til þess að ungt fólk lætur ginnast af gylliboðum bankanna og tekur oft á tíðum há lán sem erfitt er að ráða við.

Hvað gera svo stjórnvöld?  Þau bjóða út lóðir almenningi á okurverði þar sem færri komast að en vilja.

En það er ekki nóg með að stjórnvöld standi sig ekki og bankarnir því um verr í þeirri samfélagslegu ábyrgð að halda fasteignaverði niðri, einnig eru fasteignabraskarar að kaupa og selja eignir nánast samdægurs með milljóna króna hagnaði.  Slík sníkjudýr á þjóðfélaginu ættu að hugsa sinn gang og selja ódýrt eða jafnvel gefa eignir sínar til þeirra sem geta notað þær og þurfa skjól yfir höfuðið.  En þess í stað halda þeir eignunum auðum uns fengist hefur það háa verð sem við var búist eða leiga þær út og græða peninga á því að sitja á rassgatinu.

Hvernig væri að fasteignalaust fólk hér á landi tækju höndum saman og hertaki tóm hús og jarðir sem ónotuð eru, það þarf að  koma þeim í nyt!

Stéttskipting og auðsskipulag

Á meðan einn þjóðfélagshópur hefur vald til að setja öðrum þjóðfélagshópi skilyrði fyrir afkomu sinni er gátt ógæfunnar opin.  Gátt stéttaskiptingarinnar.  Stéttaskiptingin felst í þessu valdi, að geta sett öðrum skilyrði fyrir afkomu sinni.  Það er annað mál, hvort einstakir kapítalistar gera það eða ekki; það er ekki verknaðurinn heldur aðstaðan sem stýrir því hvort einhver er kapítalisti eða ekki.  Með öðrum orðum, stéttarstaða ræðst ekki af breytni heldur … haldið ykkur nú … stéttarstöðu.

Segjum að kapítalisti sé svo vel innrættur að hann ákveði að misnota sér ekki stéttarstöðu sína.  Að hann ákveði að ganga að óskum stéttarfélaganna eða taka ekki hærri rentu af eignum sínum en sem nemur verðbólgunni.  Það kemur í sama stað niður hvað honum gengi til, hvort hann væri svona vel innrættur eða hvort hann væri undir svona miklum þrýstingi.  Hann væri eftir sem áður kapítalisti.  Ef þrýstingnum létti eða hann skipti um skoðun kæmi ógæfan strax upp aftur.  Arðrán, okur, valdbeiting og aðrar afleiðingar stéttaskiptingar spretta fram úr fylgsni sínu, fylgsni mannúðlegrar breytni.

Miskunn einstakra kapítalista ætti ekki að ráða því hvort þeim þóknast að henda beini til almennings til að naga.  Svo ég vitni í góðan mann, „Við viljum ekki stærri sneið af kökunni, því bakaríið allt er okkar.”  Hvers vegna ættu menn að sætta sig við að fá verðmæti sem þeir hafa sjálfir framleitt sem ölmusu?  Hvers vegna ættu menn að láta bjóða sér að þurfa að betla um það sem þeir hafa rétt á?

Einkaeignarréttur er mannasetning og það er ekkert sjálfsagt við hann.  „Þú skalt ekki stela” er kannski það misnotaðasta og mistúlkaðasta af boðorðunum tíu.  Okkur er öllum innrætt í bersku að það megi ekki stela, og okkur lærist að það þýði að við megum ekki taka það sem annar á … en hvað er eign?  Hvað með arðrán?  Er það ekki stuldur?  Er það ekki stuldur að hafa af öðrum manni tíma og fyrirhöfn, sjálfum sér til gagns?  Er það ekki stuldur?

Líkt og ólíkt með Samfylkingunni og VG

Orðheppinn hægrimaður kallaði andstæðinga sína einhverju sinni pólitíska vindhana.  Þessi sniðuga einkunn finnst mér lýsa Samfylkingunni vel.  Ég held að stjórnmálahreyfing, sem leitast við að sameina jafn breitt pólitískt litróf og Samfylkingin, sé dæmd til að eiga í erfiðleikum með að móta sér stefnu.  Hvað er Samfylkingin?  Vinstriflokkur?  Miðjuflokkur?  Hægrikratar?  Fólk af þessum þrem tegundum er innan hennar, í það minnsta.  Er hægt að kalla hana krataflokk?  Sú einkunn er fullvíðtæk til að gefa skýra hugmynd, þótt hún gefi vissulega óljósa hugmynd.

Samfylkingin er hentistefnuflokkur.  Inntak hennar er kratamoð og það virðist sem hún geti ekki ákveðið sig hvert hún eigi að brosa hverju sinni.  Hentistefna er einmitt það sem einkennir Samfylkinguna; taktíkin er oft vel útfærð, en strategíunni er minna fyrir að fara.  Að hverju er stefnt?  Þeirri spurningu er varla hægt að svara.  Án þess að ég geti leyft mér að tala fyrir hönd Samfylkingarinnar, þá býst ég við að margir innan hennar mundu skrifa upp á „frjálslynda jafnaðarstefnu” af því tagi sem við Sigurður Hólm höfum rökrætt.  Í henni felst, að mínu viti, að ríkisvaldið taki ábyrgð á því sem skilgreinist sem grunnþjónusta, en markaðurinn leiki nokkurn veginn lausum hala að öðru leyti, og annast m.a. grunnþjónustuna að einhverju leyti sem verktaki fyrir ríkisvaldið.  (Geymum aðra málaflokka og nánari útlistun til betri tíma.)

Ég sé ekki betur en að þetta sé, í grófum dráttum, hægrikratismi.  Vinstrikratar og fleiri verða samt að rúmast innan Samfylkingarinnar, þannig að erfitt getur verið að festa fingur á einhverju safaríku.  Á miðju stjórnmálanna og þar sem miðjan og hægri vængurinn mætast keppir Samfylkingin við Frjálslynda flokkinn og Framsóknarflokkinn (sem einnig bíður betri tíma að útlista nánar), ræður síbreytilegri „miðjunni“ nokkurn veginn ein, en á vinstri vængnum veita VG harða samkeppni.  Þeirrar samkeppni sér stað í því að vinstrisinnuð gildi heyrast talsvert í máli sumra Samfylkingarmanna, einkum eftir því sem gengi þeirra hækkar í almennri umræðu.  Umhverfismál eru ágætt dæmi um þetta.

Ég hef heyrt VG kallaða „sósíalistaflokk”.  Ég er ekki með á hreinu hvað sú nafngift þýðir, nákvæmlega, enda eru deildar meiningar um hvað orðin „sósíalisti“ og „sósíalismi“ þýða.  Af forvitni spurði ég einu sinni málsmetandi mann í VG hvað flokkurinn mundi gera ef hann, hýpóþetískt séð, fengi hreinan meirihluta á þingi og annars staðar nokkur kjörtímabil í röð.  Mundu VG-menn þá reyna að afnema auðvaldsskipulagið?  Viðmælandi minn gat ekki veitt mér afgerandi svar, en kvaðst efast um það, enda væri slíkt ekki á stefnuskrá flokksins.  Ég skildi hans stöðu vel, að geta ekki veitt afgerandi svar, en skildi líka að fyrst þetta er ekki á stefnuskránni — þá er það ekki á stefnuskránni.  (Já, ég veit að þetta var tvítekning…)  Með öðrum orðum:

VG er endurbótasinnaður vinstrikrataflokkur.  Nú skal ég ekki fullyrða, en mig rennir í grun að almennir flokksmenn yrði margir hverjir tvístígandi ef þeir væru spurðir hvort þeir vildu afnema auðvaldsskipulagið.  Margir þeirra mundu hins vegar vilja skipta yfir í ríkisauðvald, sem er hálfgert feigðarflan líka.  Þeir sem loga af byltingareldmóði er ég hræddur um að yrðu vonsviknir ef þeim yrði að ósk sinni.  Ríkisauðvald er líka auðvald, það á bara við ragari gerð af valdastétt heldur en markaðsauðvald gerir.  Að því leyti öfunda ég ekki þá sem eru (eða telja sig vera) langt til vinstri en eru í VG.  Að óbreyttu fæ ég ekki séð að VG sé flokkur sem mundi leiða stéttabaráttuna til lykta, þótt hann fengi tækifæri til þess.

Fyrir utan að vera frekar vinstrikratar en hægrikratar, hafa VG það framyfir Samfylkinguna, að þeir eru staðfastir, vita hvað þeim finnst.  (Minnir á ummæli Gunnars Þorsteinssonar í Krossinum, að hann bæri meiri virðingu fyrir páfanum í Róm heldur en biskupi Þjóðkirkjunnar, af því páfinn vissi þó hverju hann tryði.)  Á meðan Samfylkingin eltist við skottið á skoðanakönnunum, þá veit maður hvar maður hefur VG.

Þótt ég, fyrir mitt leyti, hafi meiri mætur á VG en Samfylkingunni, þá sér það hver sem vill, að hvorugur flokkurinn dugir til að uppfylla óskir um réttlátt þjóðfélag.  Þótt þjóðfélag, sem stýrt er af krötum, virðist réttlátt á yfirborðinu, þá er því „réttlæti“ handstýrt.  Með öðrum orðum, það þarf stöðugt að leiðrétta óréttlæti á meðan ekki er skrúfað fyrir uppsprettu þess.  Sú uppspretta er … og haldið ykkur nú fast … auðvaldsskipulagið.

Meira um þetta á morgun.

Hvar skal byrja?

Hvað skal skrifa? Á hvaða sprengifima málefni skal maður trítla varlega á? Stóriðju? Kriztnitrú? Sinnuleysi og aumingjaskap? Eða bara byrja á einhverju auðveldu einsog Írakstríðið? Þó svo að landið innihaldi meiri nítrógliserín og mun meiri líkur eru á gífurlega öflugum kjarnahvörfum nú en fyrir 18. mars 2003, þá finnst mér það málefni heldur léttvægt kaffihúsafóður sem maður afgreiðir í einni svipan og alhæfingu, en þó ekki með neina sértæka lausn á þessu tiltekna vandamáli, en er í afar stuttu máli þessi: Helvítis kanarnir!

Þetta er nokk svipuð afstaða og margir íslendingar höfðu á tjöllunum og ameríkönunum 1941 eða þar um kring. Litið var á þessa fjandans jórturleðurtyggjandi beljur frá BNA sem flein í síðu vel þenkjandi einstaklinga hér á Íslandi, að frátöldum þessum bölvuðu nasistum auðvitað sem allir nema þeir sjálfir hötuðu af lífs og sálarkröftum. En í Írakstilfellinu (auk viðhorfs BNA gagnvart tilfelli tveggja stríðandi fylkinga annarstaðar í Miðausturlöndum, sér í lagi Palestína og Ísrael) eru kanarnir hataðir mest. Sá fúli fnykur sem eitt sinn gaus frá hinu rúmlega sjötuga ára gamla líki sem nasistaáróðurinn og -hræðslan var og það hatur sem heimurinn hafði gagnvart þessum hýru og fölu fábjánum og rómantíkerum sem gerðu ekkert annað en að fabúlera hvað þeir væru stórkostlegir og hvað hvíti maðurinn væri ´bestastur´ fölnar í samanburði við það gífurlega hatri, nei! köllum það eitthvað saklausara svo ég verði ekki brennimerktur sem öfgamaður, ósætti sem heimurinn hefur gagnvart Bandalagi Norður Ameríku, leiðtogum þess og fyrirtækjum. Óskum þess heitt að fá að taka þessa menn og messa yfir þeim um hvað má og hvað má ekki. Talandi. Mjög. Hægt. Kannski með hreim og hrynjanda Ted sem túlkaður var svo stórkostlega af stórleikaranum Keanu Reeves í hinum vinsælu “what if?”-unglinga-gaman-sci-fi-búningadrama-tvíeyki Bill&Ted´s Excellent Adventure og Bill&Ted´s Bogus Journey (vonir eru bundnar við að George Lucas gæti verið til í að toppa þetta meistaraverk og gera þriðju myndina; Bill&Ted´s Politicial Odyssey).

…”Hey, you guyyys, you´re like supposed to stand for something man, dude? Man. I mean; what the heck?” Segir Bill og Vondi Pólítiski Leiðtoginn (VPL) svarar:”Yes, we stand for liberty, democracy and freedom! Nine-eleven, never forget! We shall spread happiness like fairy-dust everywhere and perform other miscalleny from some twisted tale of unbeliaveble fantasy which I choose to call THE reality and of which I of course impose this particular reality on the rest of the world for it is my God given right as an American citizen! For Freedom!” og þá tekur Ted við og segjir hálfskríkjandi “That´s right man! Excellent choice of words dude!” en síðan segjir hann alvarlegur í bragði “But the wrong set of answers motherfucker!” og heggur svo annan fótinn af og VPL öskrar einsog verið sé að slátra svíni og Bill segjir “Dude! Excellent killer move, Ted!” , “Thanks Bill!” Bill hellir siðan bensíni á VPL raular einsog Mark E. Smith lag eftir Marky Mark “Oh baby, baby”, sker af honum eyrað, skýtur af honum hendina og kveikir síðan í honum, síðan endar hún á sódómískum tilbrigðum Teds gagnvart Bill, en Bill segjir “Dude! I´m, like, not gay! Geez!” [feidar út í dósahlátri] ENDIR

Stjórnleysi í Undralandi

En hvað með þessa atvinnumótmælendur? Þessir anarkistar, kommar, marxistar og sósíalistar?! Þessar ansvítans fyllibyttur og kaffihúsadólgar sem tala svo hátt en ekki svo snjallt? Eigum við stoltu og sjálfstæðu Íslendingar að leyfa þeim að vaða uppi með sínar ókristilegu úthrópanir, ábendingar, athugasemdir, hávaða og skoðanir. Auk þess haga þeir sér svo skringilega, smá vottur af satanísku Sóvetrússlandi og öll lesa þau bækur eftir höfunda sem hafa ekki verið samþykktir af útvöldum smáborgurum, hlusta á tónlist sem einhverjar prímadonnur, dramadrottningar og hórur úr röðum svokallaðar tónlistarelítu hafa ekki heyrt og hvað þá lagt sína góðviljugu blessun yfir því með því til dæmis að, ég veit það ekki, skíta á umbúðirnar og skeina sér með fötum listamannsins. Þeir trúa ekki heldur á almáttugan Guð! Við getum ekki látið þessa vinstrisinnuðu slefbera og kjeddlingar vaða uppi með sínar, ég fæ hroll bara við að stafa þetta, skoðanir og of stór hluti af þeim efast, virkilega efast um lögmæti og velviljun okkar hæruáverðuga ríkistjórn, forsætisráðherra og meira segja Alþingi! Af með höfuðin! Fussumsvei, abbababb, obbobbobb og allt það.

Ef eitthvað fer alvarlega úrskeiðis í landinu sem maður býr í og íbúar í þessu tiltekna landi vilja fá örugg og helst skjót svör við spurningum sem brenna á tungum borgarana er tengist þeirru alvarlegu uppákomu, og ef þau fá enginn góð svör eða léleg og illa útfærðar útskýringar við spurningu á borð við þessa “Af hverju var gerð innrás í Írak?” og fengið svar á borð við “Því ógnin leynist allstaðar, við verðum að hræðast fólkið sem við þekkjum ekki… því það er á móti frelsi og lýðræði… þetta er svona einfalt, við á móti þeim og gjöreyðingavopn!” þá er ekkert svo óeðlilegt að véfengja sumt eða allt sem valdstjórnin segjir og gerir.

Þegar eitthvað er virkilega að og það virðist vera að enginn opinber útskýring getur dugað til að friðþægja múginn eða vissa hópa t.a.m. óþæga vinstrisinnaða atvinnumótmælendur, þá á sumt fólk til að benda puttanum á hugsanlega orsök og afleiðingu, hverjir stóðu fyrir því og hverjir græða á því. Síðan fer eftir því á hvern hópinn þú hlustar þegar þú ákveður hvaða tilteknum hóp þetta er fyrst og fremst að kenna, og ég biðst velvirðingar á alhæfingunum; kommarnir kenna auðvaldinu um, anarkistar álasa stjórnvöld, marxistar líta á þetta vandamál með augum sögulegra og díalektískra efnishyggju þannig að hér sé eingöngu um að ræða stéttarátök og sósíalistar gjóa augunum að hinum risavaxna stóriðju sem virðist sjúga allan pening úr velferðakerfinu.

Mín skoðun er máske eingöngu byggð á hreinni tilfinningu og rökum sem virðast vera samansafn af ótrúlegum minniháttar tilviljunum: Eitthvað er að og vandamálið má finna í öllum ríkistjórnum, því einsog allir vita, og ég geri hin ódauðlegu orð Bill Hicks að mínum eigin, “All governments are lying cocksuckers!”

Þetta gildir einnig hér á okkar saklausa, fagra og föngulega fróni, allir stjórnmálamenn eru lygarar. Það er eitt sem þeir þurfa rétt einsog heilabilað fólk og geðsjúklingar, þeir þurfa stögugt aðhald og eins óskipta athygli og við venjulega fólkið getum veitt þeim.

Röflað í E-moll

Nú er maður búinn að pústa og þá er ef til vill hægt að snúa sér að innlendum málefnum. En best að tengja það við það sem ég byrjaði á og síðan röfla um eitthvað allt annað. Ísland studdi innrásina í Írak, þetta vitum við öll en þar með er ekki sagt að Íslendingar allir studdu þessa innrás og kannanir hafa sýnt trekk í trekk að svo er alls ekki. Knæpuspjall við drykkjufélaga hefur einnig leitt til þessara sömu niðurstaða og líka í þau fáu skipti sem ég hef orðað þetta við samstarfsmenn mína, enginn, ekki neinn hefur verið sammála þeim blóðbræðum Halldóri “Sjáið mig karlmanninn” Ásgrímsson og Davíð “Kjarna” Oddsson. En þrátt fyrir gífurlegt mótlæti í formi formlegra mótmæla samlanda mína á Lækjartorgi og annarstaðar, auk athugasemda aftuhaldskommatitta á þingi, greinaskrifa ýmissa einstaklinga í öllum helstu prentmiðlum á landinu þá studdum við innrásina og styðjum einnig hina svokallaða uppbyggingu í Írak, en fyrir hvern er verið að byggja upp og hvað er verið að byggja þarna? Kannski stóriðju, virkjanir, olíuborpallar og einnig hótel, skemmti- og veitingastaði til að taka við öllum þessum ferðamönnum sem koma eftir 10 ár til að skoða rústirnar og taka myndir af afmynduðu Írösku börnunum. Þannig að vandamálið er ekki lengur “kanarnir” beint heldur: Helvítis stórfyrirtækin og hlutahafar þess.

Nú í sumar munu verða efnt til stórkostlegra mótmæla og beinna aðgerða til að annaðhvort a)stöðva framkvæmdir Kárahnjúkavirkjunar eða b)tefja framkvæmdirnar að einhverju leyti. Þetta styð ég. Því um leið og þeir, Orkuveitan, ríkistjórnin, bankarnir og aðrir tækifærisinnar og peningaplokkarar, geta komist upp með þessa virkjun og síðan álver í Reyðarfirði, þá geta þeir komist upp með að nauðga náttúrunni að vild og skellt upp álver í hvaða krummaskuði sem er, s.s. Húsavík. Ál fyrir fisk.

Hvað þurfum við að gera til að þessir háttsettu veruleikafirrtu leikskólakrakkar hlusti okkur? Þarf að hóta sjálfsmorði og píslarvættisdauða einsog Sigríður Tómasdóttir? Nei. En við megum ekki segja eitthvað eða skrifa eittvað og vonast til þess að iðnaðar- eða umhverfisráðherra hlusti eða lesi það sem við höfum að segja þau verða að heyra hvað við höfum að segja og taka það alvarlega.

Ár eftir ár er það hamrað á okkur hvað við höfum það gott, hvað við erum rík, hvað kaupmáttur okkar er rosalegur og allt það fram eftir götunum. En samt er talað í sömu andrá hvað við þurfum nauðsynlega á stóriðju að halda. Vatt ðe fokk? Til hvers? Við höfum það gott en ekki nógu gott? Er það málið? Það virðist vera algjör lífsnauðsyn fyrir Íslending til að vera Íslendingur að sökkva sér í lán og skuldir til þess að lifa lífi sem við höfum ekki efni á. Það eru til hedónistar, nautnaseggir, fólk sem elskar góða hluti og svo eru til masókistar, fólk sem elskar að meiða sig eða láta meiða sig. Of margir Íslendingar eru masóhedónistar, þeir sem vita að þeir hafa ekki efni á hinu og þessu en þjást með bros á vör þegar þeir fá reikninga sem þeir ráða ekkert við.

“Þessi mánaðarferð til Mallorca er vel þess virði að vera gjaldþrota!”
“Þessi 8 milljón króna jeppi er vel þess virði að lenda í fangelsi fyrir!”

En er ég með einhverjar lausnir á þessu? Ég er með ábendingu, það er að beina sjónum okkar að stjórnmálum og stjórmálamönnum í það minnsta einn til tvo tíma á viku. Þeir segja að við höfum vit til að velja þá en ekki vit fyrir okkur sjálf! Bull. Það er ekki nóg að kjósa þessa fábjána á þing, það þarf að fylgjast með því hvað þeir gera, rétt einsog þeir hafa leyft lögreglunni að fylgjast með því hvað við gerum. Það má nú, þökk sé okkar áhugaleysi, athuga hvað þú lesandi góður ert að gera á netinu án þess að fá dómsúrskurð, ef til vill finnst sumum það allt í góðu í nafni frelsis og lýðræðis, smá öryggi og auðvitað ekkert að fela, en mörgum finnst þetta vera innrás á einkalífið sem þetta og er. Öll nútímalýðræðisríki eru að einhverju leyti fasistaríki. Það var ekkert svo augljóst hér á Ísalandi, en tímarnir breytast og valdafíknin með. Á að láta vaða yfir mann? Eða er sinnuleysi og aumingjaskapur málið?

Hinar raunverulegu afætur

Frjálshyggjan kveður svo á að skatta beri að lækka þar sem þeir séu óréttlátir. Þetta á nærri eingöngu við um skatta sem ætlaðir eru til ráðstöfunar í hinu svokallaða velferðarkerfi, skattfé til löggæslu og annarra verndara eignarréttarins skal halda áfram að berast ríkinu.  Samkvæmt áróðrinum sé ósanngjarnt að vinnandi fólk þurfi að borga stóran hluta af tekjum sínum til að halda uppi velferðarkerfinu.  Þeir sem neyðast til að sækja björg til félagslega kerfisins, þeir sem þurfa læknishjálp, öryrkjar, þunglyndir, í raun allir þeir sem þurfa aðstoð eigi að sjá um sig sjálft og vinnandi fólk eigi ekki að borga undir það.
Continue reading