Fréttatilkynning frá Torfusamtökunum

Þessi fréttatilkynning var að berast frá Torfusamtökunum:

Aðalfundur Torfusamtakanna, haldinn í Iðnó þann 24. september 2008,  skorar á skipulagsyfirvöld Reykjavíkur að hafna tillögu að nýbyggingu  Listaháskóla Íslands á Frakkastígsreit í þeirri mynd sem kynnt hefur  verið, vegna þess óheppilega fordæmis sem hún gefur varðandi  byggingarmagn, samsvörun við eldri byggð og viðhorf til sögulegra  verðmæta. Brýnt er að tillagan sé skoðuð og metin í samhengi við aðrar  lausnir sem fram komu í nýafstaðinni samkeppni, þar sem sýnt var fram  á að unnt er að laga skólahúsið mun betur  að sögulegu umhverfi  miðbæjarins en vinningstillagan gerir.

Opið bréf til SPRON

Góðan dag.
 
Ég var óánægður kúnni hjá Kaupþingi/KB banka/Búnaðarbankanum í mörg ár og hóf því viðskipti við SPRON nú í vor. Undanfarna mánuði hef ég verið harla ánægður sem viðskiptavinur SPRON, og hef ekki mikla löngun til að verða óánægður kúnni Kaupþings á nýjan leik. Mér þótti því miður að frétta að Samkeppniseftirlitið hefði heimilað Kaupþingi að yfirtaka SPRON, og vona að af því verði ekki. Ég skora því á stjórn SPRON að koma í veg fyrir að SPRON renni í hít Kaupþings. Þótt umskiptin í vor hafi verið ánægjuleg, þá vil ég helst sleppa við að þurfa að endurtaka umstangið sem fylgdi þeim.
 
Með bestu kveðjum,
 
Vésteinn Valgarðsson

Chavez vill reisa kjarnorkuver

Hugo Chavez lýsti því yfir í gær að Venezuela muni koma sér upp kjarnorkuveri til þess að framleiða rafmagn, að sjálfsögðu í friðsamlegum tilgangi. Landsmenn munu njóta stuðnings Rússa við smíðina, en bæði Brasilía og Argentína búa yfir kjarnorkuverum fyrir. Venezúela starfrækti kjarnorkuáætlun á árum áður, en féll frá henni vegna þrýstings frá Bandaríkjastjórn. Chavez hefur verið ósmeykur við að styðja rétt Írans til þess að koma sér upp kjarnorkuveri, þótt hann hafi bakað sér frekari óvinsældir Bandaríkjastjórnar með því. Fyrr í mánuðinum rak Chavex sendiherra Bandaríkjanna úr landi og hótaði að skrúfa fyrir olíusölu til Bandaríkjanna, en um 10% af olíuinnflutningi Bandaríkjamanna kemur frá Venezuela.

Saving Iceland truflar alþjóðlega álráðstefnu

Eftirfarandi frétt er frá Saving Iceland:

Í dag var alþjóðlega álráðstefnan, 11th International Conference on Aluminium Aloys (ICAA), skotmark mótmæla. Aktívistar frá Saving Iceland hreyfingunni trufluðu ráðstefnuna sem fer fram í Háskóla í Aachen, Þýskalandi. Snemma í morgun, á meðan á einum fyrirlestri Rio Tinto Alcan stóð, var brunavarnakerfi hússins sett í gang og ráðstefnan trufluð þannig. Nú rétt fyrir stuttu voru háværir brunaboðar aftur settir í gang, upplýsingamiðum dreyft og fánar með slagorðum hengdir upp. Með aðgerðinni vill Saving Iceland beina athygli að aðkomu áliðnaðarins að eyðileggingu íslenskrar náttúru og umhverfis- og mannréttindabrotum hans víðs vegar í heiminum.

Lesa meira.

Hver verður hlutur kvenna í stjórnmálum?

KRFÍ hélt í dag málþing um Uppröðun á framboðslista – ábyrgð stjórnmálaflokkanna með tilliti til kvenna, þar sem færð voru rök fyrir þeirri staðhæfingu. Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi ráðherra og núverandi þingmaður, mun á næstu dögum leggja fram þingsályktunartillögu, líkt og hún gerði á síðasta ári en var ekki samþykkt, um aðgerðir til að auka hlut kvenna í sveitarstjórnum. Áhugasömum er bent á að kynna sér málið.

Litla íslenska krónan og stóra ljóta evruskrímslið

Einu sinni var lítil og sæt íslensk króna. Hún átti heima í Seðlabankanum. Hún þreifst vel á þorski, síld og íslensku sauðakjöti, en stækkaði samt ekki neitt einhverja hluta vegna. Þess vegna var hún alltaf kölluð „Króna litla“. Fólk sagði henni oft: „Ekki fara út í Evrópu, litla krónan mín. Þar býr stóra ljóta evruskrímslið, það gleypir við þig lifandi!“ – „Það var aldeilis,“ sagði Króna litla, „það er líka nóg af skrímslum hér á landi, en ekkert þeirra hefur gert mér mein hingað til!“ – „Stóra ljóta evruskrímslið er ekki eins og íslensku skrímslin,“ svaraði fólkið. „það er miklu grimmara! Það hefur þegar gleypt fullt af gjaldmiðlum í ýmsum löndum, biddu þér fyrir, að það nái ekki í þig líka!“

Continue reading

Hlutabréfasöfnun Friðarhúss

Yfir stendur söfnun á hlutafé í Friðarhúsi ehf., fram til mánaðamóta:

Af málefnum Friðarhúss er það að fregna af 1. október n.k. er stefnt að því að greiða upp bankalánið sem tekið var við kaupin á húsnæðinu fyrir tæpum þremur árum. Þessi árangur er framar vonum. Reynslan af rekstri hússins er ótvírætt góð. Húsið styrkir starfsemi Samtaka hernaðarandstæðinga með margvíslegum hætti.

Starfsemi er fjölbreytt og það að hafa fastan samastað hefur haft talsverðan sparnað í för með sér. Eftir síðustu áramót voru eftirstöðvar bankalánsins rúm 700 þúsund en nú í september um 500 þús. Hluthafar eru 245. Heildarhlutafé er kr 6.730.000. Til viðbótar við hlutafé hefur allur hagnaður af fjáröflunarmálsverðum farið óskiptur til að greiða niður höfuðstól lánsins. Aðrar tekjur af rekstri hússins, s.s. útleiga til félagsmanna og annarra félagasamtaka hefur hins vegar runnið til SHA.

Þar sem lokatakmark okkar er innan seilingar, hefur verið ákveðið að efna til átaks í hlutafjársöfnun. Hægt er að ganga beint frá kaupum á hlutabréfum í gegnum netbanka. Kennitala Friðarhúss SHA ehf. er 600404-2530 og reikningsnúmer félagsins 0130-26-002530. Verð á hverjum hlut er það sama og var í upphafi kr. 10.000, en ekki er að treysta á að slík kjör verði mikið lengur í boði. Meðan hlutabréf hríðfalla í verði á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum, fara þau heldur hækkandi í Friðarhúsi ehf. Allar nánari upplýsingar veita: Elvar Ástráðsson s. 561-5549, Stefán Pálson s.617-6790 og Sigurður Flosason s. 554-0900.

Heimasíða Friðarhúss.

Samtök um friðun Skjálfandafljóts

Myndaður hefur verið áhugahópur um friðlýsingu Skjálfandafljóts. Áform eru um að virkja þessa náttúruperlu til að standa undir orkufreku, 346 þúsund tonna, álveri á Bakka. Til að verða við orkukröfum Alcoa þarf að virkja jarðhitasvæðin við Mývatn og auk þess byggja vatsaflsvirkjanir, þ.á.m. í Skjálfandafljóti. 

Í fréttatilkynningu frá samtökunum segir m.a.:

“Það er markmið hópsins að vinna að friðlýsingu alls vatnasviðs Skjálfandafljóts, stuðla að friðun og varðveislu landslags þess, náttúrufars og menningarminja ásamt því að það verði notað til útivistar, ferðaþjónustu og hefðbundinna nytja”.

Á heimasíðu samtakanna má m.a. finna fréttir, greinar og skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við málefnið.

Naomi Klein og „áfallskennisetningin“

„Áfallskennisetningin“ (e. shock doctrine) er hugtak sem Naomi Klein hefur sett saman. Það á við á áfallatímum, þegar fólk er í örvinglunarástandi, þegar borgaraleg öfl keyra í gegn róttæka stefnumótun í þágu viðskiptalífsins. Þessar aðgerðir eru þá kallaðar „umbætur til hins frjálsa markaðar“ en það er einmitt þegar fólk er í áfalli að umræðuvettvangar lokast og fólki er tamt að það hafi enga valkosti. Hér getur að líta viðtal Democracy Now við Naomi Klein um það hvernig þetta fyrirbæri starfar í markaðskreppunni í dag: