Stundum brosir auðvaldið til vinstri

Tvær dæmisögur

Janúar 2009 var sögulegur mánuður. Uppþot og Búsáhaldabylting á Íslandi velti stjórnvöldum  úr sessi. Stjórn Geirs fór frá 26. janúar og 1. febrúar tók við stjórn Jóhönnu, fyrsta „hreina vinstristjórn“ í sögu lýðveldisins. Þann 20. janúar, þegar búsáhöldin höfðu hæst á Austurvelli, sór Obama embættiseið í Washington. Sigurmánuður fyrir vinstrið. Eða svo virtist. En skoðum þessi tvö dæmi betur.
Continue reading

Frítt í strætó!

Ég tek gjarnan strætó þegar ég þarf að komast leiðar minnar. Þótt leiðakerfi og tímatöflur séu ekki fullkomin, þá er samt þægilegt að ferðast með strætó. Það er til dæmis þægilegt að geta lesið bók þegar maður þyrfti annars að hafa augun á veginum. Það er líka þægilegt að þurfa ekki að hugsa um að finna bílastæði, hvort nóg bensín sé á tankinum eða hvort bíllinn sé skoðaður. Þá er allt í lagi að taka strætó þótt maður hafi fengið sér neðan í því, og maður þarf ekki að spenna sætisbelti. Hin umtalsverðu þægindi eru samt ekki ástæðan fyrir því að við skulum hafa strætósamgöngur.

Continue reading

Samttök um bíllausan lífsstíl efna til kvikmyndasýninga

Borgarskipulagshópur samtaka um bíllausan lífsstíl heldur kvikmyndakvöld Týskvöldið (þriðjudagskvöld) 19. janúar á Kaffibarnum Bergstaðastræti 1 101 Reykjavík.

Kvikmyndakvöld þessi eru mánaðarleg og farið er í gegnum kvikmyndir sem fjalla um borgarskipulagsmál og málin rædd eftir þörfum.

Sýningarstjóri er Orri Gunnarsson
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir

Einkavætt heilbrigðiskerfi er ómannúðlegt

Kapítalismi hefur ætíð vakið bæði undrun og hrylling í huga mér. Þetta gildir ekki síst þegar um heilbrigðiskerfið er að ræða. Ég kem frá ríki þar sem heilbrigðisþjónusta er að mestu í almenningseigu, en undanfarið hef ég heyrt æ fleiri raddir stuðningsmanna kapítalismans sem segja að einkavætt heilbrigðiskerfi sé betri kostur af þeim sökum að eigendurnir mundu reka það betur, enda vissu þeir betur hvaðan féð kæmi og hvert það færi.
Continue reading

Ögurstundir

Icesave-málið er svo sannalega eitt þeirra mála sem hefur verið komið þannig fyrir að það mun varða okkur öll! Í mínum augum er þetta mál hið svívirðilegasta frá upphafi til enda! Ég lít þannig á það að með því að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave-skuldunum erum við að skrifa undir þann ójöfnuð sem er ég alfarið á móti!
Continue reading

Ritskoðaðar fréttir ársins 2009

Félagsskapurinn Project Censored hefur nú birt lista sinn yfir helstu fréttir ársins sem ritskoðunardeildir fjölmiðlanna hafa haldið frá augum almennings. Félagsskapur þessi, sem varð til í háskólanum í Sonoma í Bandaríkjunum árið 1976, hefur að markmiði að finna fréttir og fræðigreinar sem hafa birst í óháðum fréttamiðlum og tímaritum (sem njóta ekki stuðnings stjórnmálaflokka eða fyrirtækja) en hafa að öðru leyti verið hunsaðar, fengið litla umfjöllun eða lent í sjálfs-ritskoðunarhnífum stóru fjölmiðlanna. Listi yfir þær 25 fréttir sem hópurinn hefur valið sem þær mikilvægustu á árinu hefur verið birtur í bókaformi frá árinu 1993.

Hér getur að líta lista félagsins fyrir árið 2009:

Continue reading