Siðmennt býður upp á valkost við guðsþjónustu

Fréttatilkynning frá Siðmennt:

Þingsetning: Siðmennt býður upp á valkost við guðsþjónustu
Löng hefð hefur verið fyrir því að setning Alþingis hefjist með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Við síðustu þingsetningu varð breyting þar á þegar Siðmennt bauð þeim alþingismönnum sem ekki kjósa að ganga til kirkju upp á annan valkost. Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, býður alþingismönnum aftur að koma á Hótel Borg áður en þing er sett fimmtudaginn 1. október kl.13:30 og hlýða á Steinar Harðarson, athafnarstjóra, flytja hugvekju um gagnrýna hugsun. Allir alþingismenn, sem og aðrir borgarar, eru hjartanlega velkomnir til að eiga stutta samverustund óháð öllum trúarsetningum áður en þeir ganga til þingstarfa. Nánari upplýsingar: Steinar Harðarson, athafnarstjóri s: 891-7600 http://www.sidmennt.is

Heimilin í greiðsluverkfall!

Nú er svo komið að brýn þörf er á aðgerðum, ákvarðanafælni stjórnvalda verður að víkja hið fyrsta, þau verða að sýna hugrekki til þess að leiðrétta skuldir almennings. Greiðsluvilji almennings fer óðum dvínandi í þannig árferði að fólk horfir upp á höfuðstól lána sinna hækka í hverjum mánuði. Það eru væntanlega ekki margir lántakendur sem myndu skrifa undir verðtryggt lán á þeim forsendum að verðbólgumarkmið væru 10-20%, eða jafnvel hærra. Eins er ólíklegt að fólk hefði tekið gengistryggð lán á þeim forsendum að gengið myndi veikjast eins mikið og raun ber vitni. Forsendubresturinn er slíkur að það má ætla að það sé lögbrot að lánastofnanir ætlist til að lánþegum beri að greiða af stökkbreyttum höfuðstól lánanna. Þetta þurfa stjórnvöld að viðurkenna og bregðast við því hið allra fyrsta. Þau þurfa einnig að hætta að tala villandi um þessa hluti eins og um fjárútlát af hendi ríkisins sé að ræða. Skuldaleiðrétting þarf ekki að kosta ríkissjóð bein fjárútlát, heldur væri hann öllu heldur að verða af framtíðartekjum í formi óeðlilega hárra verðbóta og viðurkenna þar með þann stóra galla sem verðtrygging lána er.
Continue reading

Webster Tarpley með fyrirlestraröð á Íslandi

Webster TarpleyBandaríski fræðimaðurinn, Webster Griffin Tarpley, heldur fjóra fyrirlestra í Reykjavík á næstu dögum. Tarpley hefur ekki verið feiminn að grafa í myrkustu hliðar valdakerfisins og hefur getið sér gott orð sem gagnrýnir á heimsvaldastefnu Bandaríkjanna í kjölfar fjöldamorðanna 11. september. Meðal þeirra bóka sem Tarpley hefur skrifað eru Surviving the Cataclysm: Your Guide through the Worst Financial Crisis in Human History , þar sem Tarpley varaði strax árið 1999 við þeirri efnahagskreppu sem við erum að kynnast nú.
Continue reading

VG og skuldir heimilanna

30,1% landsmanna segjast til í greiðsluverkfall. Þótt það væri ekki nema helmingur þeirra er það samt nóg til að knésetja bankana. Stór hluti landsmanna til viðbótar er fús til að beita annars konar þrýstingi, til dæmis að greiða aðeins af lánum skv. upphaflegum áætlunum eða taka út sparifé sitt. Þetta er ekkert annað en reiðarslag fyrir bankana, fjármálaauðvaldið og auðvaldið í heild. Ef Hagsmunasamtök heimilanna fá 15% með sér í verkfallið, þá getur ríkisvaldið ekki annað en gefist upp og samið.
Continue reading

Um mál Mounirs El Motassadeq

Hér getur að opið bréf og ákall um endurupptöku máls Mounirs El Motassadeqs.

Kæru vinir

Baráttan „réttlæti fyrir Mounir“ [El Motassadeq] er í fullum gangi. Vefsíðan fyrir baráttuna er uppi og krafan um endurupptöku máls Mounirs hefur verið þýdd á ensku, frönsku, ítölsku, íslensku, spönsku, portúgölsku, farsi og tamazight (tungumál Berba). Fleiri en 325 hafa skrifað undir kröfuna.

Continue reading

Umhverfisverndarsinnar ekki velkomnir á COP15

Kaupmannahafnarfylki, sem á að hýsa 15. fund loftslagsráðs Sameinuðu þjóðanna, COP15, sem á að fara fram á milli 7. og 18. desember n.k., hefur neitað að veita stórum hópi gagnrýnenda ráðstefnunnar aðstöðu á meðan fundum stendur. Hópurinn, Klima Kollektivet, hefur unnið sleitulaust í nærri því ár að því að koma upp aðstöðu fyrir danska og erlenda umhverfisverndarsinna svo að raddir þeirra fái að heyrast, en ekki einungis raddir viðskiptajöfra og stjórnmálamanna sem sækja fundinn, og meðlimir hans hafa lofað því að þeir geri það sem í valdi þeirra stendur til að koma í veg fyrir að fundarmenn stundi rússneska rúllettu með jörðina. Fylkið hefur valið úr þá umhverfisverndarsinna sem þeir hafa velþóknun á, en Klima Kollektivet er ekki þeirra á meðal. Samtökin leita nú til allra sem hafa hug á því að ljá málstaðnum lið og skrifa undir á lista þar sem þess er krafist að fylkið veiti gagnrýnendum jafnan aðgang að ráðstefnunni og öðrum. Undirskrifalistann má nálgast hér. Í fréttatilkynningu samtakanna segir:

Continue reading

FLOKKURINN

RíkisstjórnSjálfstæðismenn og Framsóknarmenn voru fyrirsjáanlegir í valdatíð sinni. Einkavæðing ríkisfyrirtækja til hollustuvina, samþjöppun auðmagns og aukin fátækt í landinu var fyrirséð og skilaði sér sem staðreynd. Þetta vissu kjósendur en kusu þessa flokka eigi að síður. Kjósendum varð þó ljóst að samfélagið stefndi í að verða vont samfélag og fóru að færa atkvæði sín til vinstri. Margir bundu vonir við breytingar þegar Samfylkingin fór í samstarf með Sjálfstæðisflokknum en vonin umbreyttist í vonbrigði og fátækum fjölgaði og ríkir urðu ríkari.
Continue reading

Skólavörðustígur 40 opinn

Félagsrými fyrir ýmiskonar starfsemi, þ.m.t. fríbúð og graffsvæði, hefur verið opnað í áður yfirgefnu húsnæði á Skólavörðustíg í Reykjavík. Hústökufólk hefur barist lengi fyrir að opna slíkt rými og nú er loks útlit fyrir að starfsemin fái frið. Hópurinn vonast eftir að sem flestir sjái sér fært um að leggja hönd á plóg við að halda starfseminni við. Sjá nánar hér.