Ísrael og mannrán – stutt athugasemd

Eins og allir vita eru mannrán glæpsamlegt athæfi.   Færri vita hins vegar að sum mannrán eru talin til æðstu alþjóðlegra glæpa.  Um er að ræða rán á þjóðarleiðtogum, ráðherrum og öðrum einstaklingum sem njóta alþjóðaverndar [1].  Það er skylda hvers ríkis að handtaka þá sem stunda slík mannrán og leiða þá fyrir rétt.

Tvö ríki hafa stundað slík mannrán á liðnum árum: Bandaríkin og Ísrael.   Bandarísk stjórnvöld rændu forseta Panama árið 1989 og fluttu hann til Bandaríkjanna með valdi [2].  Ísraelsk stjórnvöld rændu 33 þingmönnum og ráðherrum Palestínumanna online slot machines á þessu ári og í fyrra. [3],[4],[5] Með því sýndu ísraelsk stjórnvöld
(a) fyrirlitningu á grundvallarreglum alþjóðaréttar
(b) fyrirlitningu á lýðræðinu (hinir rændur voru kosnir í lýðræðislegum kosningum)
(c) vald sitt gagnvart Palestínumönnum
(d) sannfæringu sína að ekkert ríki myndi þora að draga þau til ábyrgðar fyrir þessa glæpi
Það er sorglegt að enginn íslenskur fjölmiðill hefur vakið athygli á þessar staðreyndir.  Hvað mun lögreglan gera ef einhverjum mannræningjanna yrði boðið í opinbera heimsókn til Íslands? Mun hún enn einu sinni hunsa alþjóðlegar skuldbindingar Íslands um að handtaka slíka einstaklinga?
Elías Davíðsson,
25. júlí 2007
Heimildir:
[1]  Convention on the Prevention and Punishment of Crimes Against Internationally Protected Persons, 1035 U.N.T.S. 167, 13 I.L.M. 41, entered into force Feb. 20, 1977.   http://www1.umn.edu/humanrts/instree/inprotectedpersons.html

Olíukreppan og Ísland

Í Morgunblaðinu var fyrir skemmstu frétt á forsíðu þar sem yfirvofandi olíuþurrð var til umfjöllunar og hvað Íslendingar gætu tekið til bragðs þegar til hennar kemur. Markaðsstjóri eins olíufélagsins var spurður hvernig birgðastaðan væri og hvernig hann sæi framtíðina fyrir sér. Hann sagði að til væru einhverjar smávegis birgðir og að hann sæi ekki hvers vegna Íslendingar ættu ekki að hafa jafngóðan aðgang að erlendum olíumörkuðum í framtíðinni þegar kreppan skellur á, eins og þeir hafa núna.

Það setti að mér óhug. Ekki bjóst ég við slíkri samfélagslegri ábyrgð af hálfu olíufélaganna, að það væru til margra missera neyðarbirgðir af eldsneyti í landinu, en það var samt óþægilegt að heyra það frá háttsettum talsmanni, að engin slík áætlun væri til. Það er ekkert plan B. Planið er að halda áfram að flytja inn olíu eins og þau hafa alltaf gert. Vá, svei mér djúpt. En jæja, það var ekki við því að búast. Einkafyrirtæki svara ekki til almennings og eru í sjálfu sér ekki bundin honum af neinni tryggð eða skyldum.

Hvað gerist þegar olíukreppan kemur? Jú – í fyrsta lagi snarhækkar verð á olíu og öllu sem er unnið úr henni, en það eru æði margar vörur. Olía er ekki munaðarvara sem hagkerfið getum neitað okkur um. Næg olía snýst ekki bara um að hafa nóg bensín á fólksbíla. Hún snýst um alla flutninga, með skipum, flugvélum og bifreiðum. Dráttarvélar ganga fyrir olíu og togaraflotinn gerir það líka. Erlendis er víða kynt og rafmagn framleitt með olíu. Hérlendis búum við að vísu að virkjunum sem sjá okkur fyrir rafmagni og hitaveitu sem sér okkur fyrir vatni, en þurfum samt viðhald, varahluti og fleira sem þarf að smíða, flytja, setja upp og svo framvegis.

Þegar olían er á þrotum, þá verður spurningin m.ö.o. ekki hvort við borgum hundrað krónum meira fyrir kornflexið eða ekki. Þegar ríkisstjórnir heimsins átta sig almennilega á afleiðingum þurrðarinnar, þá munu Íslendingar ekki eiga „aðgang að mörkuðum“ með olíu. Það kæmi mér meira að segja á óvart að þeir yrðu yfirhöfuð til. Þegar er komið að þjóðaröryggi, þá verður mörkuðunum lokað, hvert ríki mun í örvæntingu hremma allt sem það getur, og veita olíu, það er að segja orku, til þess sem er nauðsynlegast – rafmagn verður skammtað, stopulum almenningssamgöngum verður haldið gangandi, svo og allra nauðsynlegustu þáttum efnahagskerfisins – matvælaframleiðslu og -dreifingu. Svo munu herir stórveldanna fá alla þá olíu sem þeir þurfa, og lögreglan líka, til þess að halda barbörunum frá borgarhliðunum.

Það verður engri olíu til að dreifa á einhverjum „markaði“. „Aðgangur“ íslensku olíufélaganna verður eftir því. Íslendingar munu því sitja í súpunni hvað varðar þörf okkar fyrir olíu, en að vísu munum við búa að vatnsafls- og jarðhitavirkjununum svo lengi sem rekstur þeirra og viðhald verða viðráðanleg.

Sá sem treystir olíufélögunum til að redda þessu verður illa svikinn, eins og sést af úrræðaleysi markaðsstjórans. Nokkurra vikna olíubirgðir og von um að geta keypt meiri olíu á „frjálsum markaði“ þegar kreppan skellur á – þetta er feigðarflan.

Það kemur í hlut annarra að bjarga því sem bjargað verður. Þótt mér sé það tregt, þá hlýt ég að hugsa til ríkisins í þessu samhengi. Á tímum örvæntingar geta örþrifaráð verið nauðsynleg. Það er orðið allt of seint að koma óhjákvæmilegum breytingunum þannig í kring, að lendingin verði mjúk. Við erum of háð olíunni ennþá, og það er of lítið eftir af henni, til þess að aðlögunin geti orðið annað en harkaleg. Það á svosem eftir að koma í ljós hversu harkaleg hún nákvæmlega verður, en ég tel fulla ástæðu til svartsýni.

Raunhæfar aðgerðir til þess að undirbúa fyrir kreppuna myndu annars vegar fela það í sér að minnka þörf okkar fyrir olíu eins mikið og eins hratt og auðið væri og hins vegar að hamstra eins mikið af henni og hægt væri. Allt bruðl með síðustu dropana af olíu yrði að banna, og leggja þyrfti ofuráherslu á að þróa leiðir til þess að lifa á því sem við höfum, þar með talið að laga togarana, dráttarvélarnar og flutningstækin að vetnisbrennslu og orkuframleiðsluna að vetnisframleiðslu í stað eiturspúandi álvera.

Þetta gerir auðvitað enginn borgaralegur stjórnmálamaður með sinn persónulega metnað og skammtímasjónarmið, þar sem það mundi jafngilda pólitísku sjálfsmorði (ef ekki bókstaflegu) að taka í neyðarhemlana á hagkerfinu.

Lausnir ríkisvaldsins og auðvaldsins eru sýndarlausnir og innistæðulaus loforð. Það verður ekkert aðgengi að neinum markaði og tveir eða þrír vetnisknúnir strætóar munu ekki anna öllum fólks- og vöruflutningum Íslands. Það verður súrt þegar kreppan skellur á og það verður því súrara sem við höfum sett traust okkar meira á að olíufélögin eða stjórnmálamennirnir reddi þessu. Ef við treystum þeim, þá getum við í raun treyst á það eitt að það fari illa.

Bréf til Blaðsins frá Saving Iceland aktífista

Einn af aktífistum Saving Iceland sendi Ólafi Þ. Stephensen eftirfarandi bréf þann 19. júlí sl. til að mótmæla umfjöllun um sig og aðra aktífista. Óþarfi er að hafa fleiri orð um það, hér er bréfið:


Bréf til Blaðsins frá Saving Iceland aktífista
19. júlí, 2007

Leiðarinn ‘Vantrú á málstaðnum’ (3. júlí) eftir ritstjóra Blaðsins, Ólaf Þ. Stephensen, er svipuð öðrum greinum sem hafa verið birtar í íslenskum dagblöðum í aðdraganda ráðstefnu Saving Iceland (S.I.) í Ölfusi nú í sumar. Þessar greinar hafa einkennst af viljandi fáfræði um umræðuefnið, þ.e.a.s. mótmælendurna sem eins og ég starfa með eða innan S.I.

Ég vil persónulega mótmæla harðlega þeim ásökunum að ég sé rekin áfram af þörf fyrir hugsunarlaus átök, sé andlega vanheil á einhvern hátt eða að líf mitt vanti svo sterklega spennu að ég þurfi að ferðast til afskekktrar eyju langt í norðri á hverju sumri til þess eins að lenda í rifrildi við lögregluþjóna sem vilja henda mér út úr tjaldinu mínu. Hvað þykist Ólafur vita um líf okkar eða hvað það er sem drífur okkur áfram þegar hann hefur aldrei lagt það á sig að tala við okkur og komast að því sjálfur?

Sú staðhæfing að við séum ekkert annað en óeirðahópur til leigu er ekkert annað en rógburður og lygi sem stenst engan veginn nánari skoðun. Þvert á móti höfum við viljað sýna samstöðu með þeim mörgu örvæntingarfullu einstaklingum á Íslandi sem horfa upp á hvernig náttúran sem þeir elska hefur verið eyðilögð, og við höfum líka heillast af þessari náttúru.

Það segir meira um neikvæðni ritstjórans en okkar að hann skuli ekki geta ímyndað sér þann möguleika að okkur þyki vænt um þá einstæðu, óspilltu náttúru sem enn er að finna á Íslandi og að það sé vegna hennar en ekki okkar sjálfra sem við erum tilbúin til að standa í vegi fyrir þessari eyðileggingu. Það er það sem við höfum verið að gera: setja líkama okkar bókstaflega á milli nánast ósnortinnar náttúru og eyðileggingarvélanna, hlekkjuð við þær og leggjum þannig líf okkar að veði. Hvernig er hugsanlega hægt að hafa meiri trú eða staðfestu gagnvart málstað en að vera tilbúinn að hætta sínu eiginlífi fyrir hann?

Samt notar Ólafur orðið skemmdarverk margoft til að lýsa aðgerðum S.I. enda þótt engin skemmdarverk hafi verið framin í nafni samtakanna í raunveruleikanum. Sakfellingarnar sem hann tengir á misvísandi hátt við orðið skemmdarverk eru næstum allar fyrir “óhlýðni við lögregluna”, sem er væg ákæra og reyndar mjög vafasöm.

Eins virðist það vera regla hjá íslenskum fjölmiðlum að í hvert skipti sem lögreglan gengur yfir strikið og beitir ofbeldi gegn mótmælendum þá eru mótmælin sjálf úthrópuð sem ofbeldisfull. Þetta eru ógeðfelld vinnubrögð, sérstaklega í ljósi þess að þeir sem tekið hafa þátt í mótmælum S.I. eru friðarsinnar af djúpri sannfæringu.

Í ágúst 2006 fullvissaði Óskar Bjartmarz yfirlögregluþjónn lesendur Morgunblaðsins um að kylfum væri ekki beitt gegn mótmælendum. Með greininni birtist þessi mynd sem var tekin sömu viku á Kárahnjúkum.

En hverjir eru það sem valda hinum raunverulega skaða? Hverjir hafa gerst sekir um stórfelld skemmdarverk á kostnað sjálfrar móður náttúru?

ómstólar dæma eftir bókstaf laganna sem er bæði þröngur og hliðhollur valdinu. En er það ekki stórfelldur glæpur frá siðferðilegu sjónarmiði gagnvart jörðinni og komandi kynslóðum að valda óafturkræfum skaða á ómetanlegum náttúruverðmætum? Eða er það þvert á móti glæpur að reyna með friðsamlegum hætti að hindra þessa náttúruböðla?

Það er leitt að gagnrýnendur okkar innan íslenskra fjölmiðla skuli ekki hafa hirt um að fylgja eftir fljótfærnislegum og illa grunduðum árásum sínum á okkur með því að mæta okkur í upplýsandi umræðu á ráðstefnu okkar í Ölfusi eða fréttafundi sem þeim var boðið á fyrsta degi ráðstefnunnar. Því miður kjósa menn heldur að skapa mynd af okkur sem brjálæðingum í greinaskrifum en að spyrja okkur sjálf gagnrýninna spurninga.

Rebecca E.

Sjá einnig: “Who Pays Saving Iceland?

Saving Iceland og Orkuveita Reykjavíkur

Í gær heimsótti trúðaher Saving Iceland höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur til þess að vekja athygli á því hvers konar fyrirtæki það eru sem hún á í viðskiptum við. Af því tilefni sendu SI frá sér tvær fréttatilkynningar, aðra um aðgerðina sjálfa, og hina þar sem Orkuveitu Reykjavíkur er boðið til opinna viðræðna um siðgæði fyrirtækisins. Gaman verður að sjá hvort OR kærir sig um slíkar viðræður, en hér fylgja fréttatilkynningarnar tvær frá SI:


Fréttatilkynning 20. júlí, 2007
MÓTMÆLENDUR FARA UPP Á ÞAK ORKUVEITU REYKJAVÍKUR SAVING ICELAND: “STÖÐVIÐ ORKUFRAMLEIÐSLU FYRIR STRÍД

REYKJAVÍK – Í dag heimsótti trúðaher Saving Iceland höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1. Stuttu seinna fóru nokkrir mótmælendur upp á þak hússins þar sem þeir komu fyrir fána sem á stóð Vopnaveita Reykjavíkur?. Saving Iceland krefst þess að O.R. stöðvi orkusölu til álfyrirtækjanna Century-RUSAL og ALCAN-Rio Tinto, en 30% framleidds áls fer til hernaðar- og vopnaframleiðslu (1).

Í morgun var ræðismannsskrifstofu Íslands í Edinborg lokað, þegar lásar voru límdir og rauðri málningu var hent á húsið með yfirskriftinni “Íslandi blæðir”. Á Miðvikudag lokaði Saving Iceland veginum að álveri Century á Grundartanga.

Sem stendur er O.R. að stækka jarðvarmavirkjun sína við Hengil á Hellisheiði. Í umhverfismati vegna stækkunarinnar kemur fram að markmið stækkunnarinnar sé að koma til móts við kröfur stóriðjufyrirtækja með aukinni raforkuframleiðslu. Orkan sé aðallega ætluð stækkuðu álveri Century á Grundartanga og mögulega stækkuðu álveri ALCAN í Hafnarfirði og nýju álveri Century í Helguvík (2,3).

Stækkun álversins í Straumsvík hefur þegar verið hafnað í atkvæðagreiðslu og aðrar álversframkvæmdir á suðvestur horninu hafa ekki verið staðfestar. Sitjandi ríkisstjórn Íslands segist mæla gegn frekari álversframkvæmdum en samt sem áður er stækkun Hellisheiðarvirkjunnar í fullum gangi, verkefni sem mun kosta 379.06 milljónir dollara (2). Íslenska þjóðin hefur enn á ný verið blekkt. Þegar stækkuninni er lokið, verður fleiri álverum troðið upp á Íslendinga. Rafmagnið verður að selja til þess að borga upp lánin fyrir framkvæmdunum. Á sama tíma borga garðyrkjubændur tvisvar sinnum hærra gjald fyrir rafmagn en Century greiðir (4).

“Stór hluti framleidds áls fer beint til hernaðarstarfsemi Bandaríkjanna, Rússlands og annara landa. Ál er mikilvægasti undirstöðumálmur nútíma hernaðar, til framleiðslu t.d. skotvopna, skriðdreka, orrustuflugvéla og kjarnorkuvopna (5). Það er eins og hér á landi sé í gangi keppni um hvert af eftirfarandi fyrirtækum – ALCOA, ALCAN-Rio Tinto eða Century-RUSAL – hafi framið flest og stærst mannréttindabrot og umhverfisglæpi. Verðlaunin er ódýr íslensk orka. Enginn þessara böðla ætti að fá orku frá O.R.” segir Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson frá Saving Iceland.

Century er undirfyrirtæki Glencore, sem er þekkt fyrir vafasama samninga sína í tengslum við aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku, Sovétríkin og Írak undir stjórn Saddams Hussein (6,7). Glencore hefur sameinast RUSAL (8), sem gerir fyrirtækið að stærsta álfyrirtæki í heiminum. RUSAL, sem sér rússneska hernum fyrir áli, tekur á beinan hátt þátt í stríðinu í Tjetsetníu, með framleiðslu á sprengjum og skotvopnum úr áli. Að minnsta kosti 35 þúsund óbreyttir borgarar hafa látið lífið vegna þeirra átaka (9,10). Wayuu indjánar og bændur í Kólumbíu voru nýlega stráfelldir vegna námustækkanna Glencore (11).

Umhverfisáhrif Hellisheiðarvirkjunnar.
Stækkun Hellisheiðarvirkjunnar er langt í frá eins umhverfisvæn og O.R. heldur fram. Heitu og eitruðu, afgangsvatni er annað hvort dælt aftur í borholurnar (líkt og á Nesjavöllum), sem eykur líkur á jarðskjálftum á þessu virka svæði. Eða því er veitt í læki og vötn, en það kann að gjöreyða mikilvægum vistkerfum.

Norðurhluti Þingvallavatns er þegar líffræðilega dauður vegna samskonar framkvæmda og kallar það á að vatnið verði verndað strax. Ferðamannaiðnaður mun einnig skaðast á framkvæmdunum því röskun á neðanjarðarflæði leiðir til breytinga á hreyfingu grunnvatns. Það hefur í oft för með sér uppþornun heitra hvera og mengun yfirborðsvatns. (12,13)

Fjórar fuglategundir af válista Náttúrufræðistofnunnar Íslands verða fyrir neikvæðum áhrifum; fálki, grágæs, straumönd og hrafn (14).

ENDIR

Nánari upplýsingar:
http://www.savingiceland.org
Phone: Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson, (+354) 8480373.

Heimildir:
1. Bauxite and Aluminous Laterite. (2nd edition), London: Technical Press. R. Graham, 1982, p. 250.
2. European Investment Bank, http://www.eib.org/projects/pipeline/2007/20070057.htm
3. VGK, Environmental Impact Assesment fot Helisheidarvirkjun, http://www.vgk.is/hs/Skjol/UES/SH_matsskyrsla.pdf,  page 2 and other pages.
4. Iceland Review,  June 7th, 20007, http://www.savingiceland.org/node/821.
5.. S. Das & F. Padel, “Double Death – Aluminium’s Links with Genocide”, Economic and Political Weekly, Dec. 2005, also available at http://www.savingiceland.org/doubledeath
6. Peter Koenig. “Secretive Swiss trader links City to Iraq oil scam”, The Sunday Times, September 25, 2005.
7. Stephen Long. “Swiss link undermines Xstrata’s bid for WMC”, ABC Radio, February 11, 2005.
8. UC RUSAL, http://www.aluminiumleader.com/index.php?&lang=eng
9. Amnesty International, “What Justice for Chechnya’s disappeared?”, May 23rd 2007.
10. “Tens of thousands” were killed in the first Tchechen war, “25.000” in the second (since 1999). “Many of these were killed during the aerial bombardments of towns and villages in the first months of the conflict”.
11. Frank Garbely, Mauro Losa. “Paradis fiscal, enfer social”, Télévision Suisse Romande, 29 June 2006.
12. Kristmannsdóttir, H, and Armannsson. H, 2003. ‘Environmental aspects of geothermal energy utilization.’ in Geothermics vol.32, p.451-461.
13. Rybach, L, 2003. ‘Geothermal energy: sustainability and the environment.’ Geothermics. vol.32, p.463-470.
14. Idem 3, p.24.

————————————————————————
Síðari tilkynningin:
————————————————————————

Fréttatilkynning 20 júlí 2007
SAVING ICELAND BÝÐUR ORKUVEITU REYKJAVÍKUR TIL OPINNA VIÐRÆÐNA UM SIÐGÆÐI FYRIRTÆKISINS

Í dag fóru 25 mótmælendur frá Saving Iceland inn í höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur (O.R.) og hengdu upp borða sem á var letrað ‘VOPNAVEITA REYKJAVÍKUR’. Borðinn var ekki hengdur upp úti á húsinu vegna veðurs. Mótmælendur stöldruðu við í húsinu frá kl. 15.15 til kl. 16.00.

Talsmaður O.R., Páll Erland, staðhæfir að starfsmenn O.R. hafi veitt mótmælendum jarðarber og boðið Saving Iceland að hengja upp borðann inni í húsinu. Páll Erland kann að vera umhugað um að  ræða um jarðaber við gesti O.R., en það er hins vegar ekki rétt að O. R. hafi boðið mótmælendum að hengja upp borða sem bendir á þá staðreynd að fyrirtækið selur orku til aðila sem eru viðriðnir vopnaframleiðslu og alvarleg brot á mannréttindum (eins og sjá má í fyrri fréttatilkynningu okkar).

Saving Iceland hafa haft samband við Orkuveitu Reykjavíkur og beðið um heimild til þess að hengja upp umræddan borða utan á höfuðstöðvar O.R. Auk þess að við æskjum þess að fulltrúar O.R.  taki þátt í opnum umræðum  við okkur um siðgæði þess að selja orku til fyrirtækja sem stunda glæpsamlega iðju, eins og bæði Century-Rusal og Alcan-Rio Tinto gera.

— ENDIR

Frekari upplýsingar:
http://www.savingiceland.org
Sími: Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson, 8480373.
Ljósmyndir og myndskeið: 8578625.

Kenning um hugrænt misræmi

Kenningin um misræmi (cognitive dissonance theory) er meðal áhrifamestu kenninga sálfræðinnar. Kenningin var þróuð af Leo Festinger á sjötta áratug síðustu aldar og olli straumhvörfum í félagsvísindunum, enda gekk hún í berhögg við ríkjandi kenningar þess tíma. Almennt var litið svo á að því meiri umbun sem fólk fengi fyrir einhver verkefni, þess fúsara væri það til að framkvæma þau aftur; að atferli mannsins væri keðja sem byrjaði á viðhorfi til einhvers og endaði með hegðun; en í misræmiskenningunni er keðjan öfug: Hegðun leiðir til viðhorfs. Samkvæmt þessari kenningu er misræmi „neikvætt, óþægilegt ástand sem á sér stað þegar einhver hefur tvær sálfræðilega ósamrýmanlegar hugmyndir (cognitions)“ (Aronson, 1968, bls 6). Það á sér t.d. stað þegar einhver gerir eitthvað með fúsum vilja sem samrýmist ekki viðhorfi sem hann hefur eða tekur ákvörðun sem útilokar fýsilegan valkost; reynir á sig við eitthvað sem reynist svo vera óæskilegt eða finnur almennt ekki fullnægjandi sálfræðilega réttlætingu fyrir viðhorfi sem hann hefur eða hegðun sem hann framkvæmir. Þegar fólk lendir í því að þurfa að velja á milli svipað góðra eða slæmra kosta getur myndast mikil andleg spenna eftir að ákvörðunin hefur verið tekin

Nokkur atriði auka þessa spennu sem Festinger kallar postdecision dissonance (mætti þýða sem „eftirákvörðunarmisræmi“). Spennan er þannig meiri eftir því sem málefnið er mikilvægara fyrir einstaklingnum sem á í hlut, og því lengri tíma sem það tekur að taka ákvörðunina. Að auki eykst spennan meira eftir því sem erfiðara er að hætta við þá stefnu sem ákvörðunin felur í sér. Kraftur misræmisins fer eftir mörgum þáttum, t.d. því hversu mörg atriðin eru sem valda henni og hversu mikilvægt málefnið er fyrir viðkomandi. Fólk finnur þörf fyrir að minnka misræmið, beitir mismunandi leiðum til að minnka það og sumir höndla þessa þörf betur en aðrir. Ekki tekst það alltaf, en flestir reyna það (Festinger, 1957; Griffin, 1997).

Aðferðir við að minnka misræmi
Aðferðir við að minnka misræmi eru margar og geta t.d. falist í því að finna réttlætingu fyrir hegðuninni, að hafna, gera lítið úr eða afneita annarri hugsuninni, að velja að líta á málefnið sem minna mikilvægt en áður, að skipta um skoðun o.fl., en Festinger setti fram tilgátu um þrjár meginaðferðir sem fólk notar til að reyna að tryggja samræmi milli athafna sinna og viðhorfa. Sú fyrsta felst í því að velja eftir megni hvaða upplýsingar og aðstæður verða á vegi manns. Þannig forðast menn, meðvitað eða ekki, að komast í tæri við upplýsingar sem eru í misræmi við hugmyndakerfi þeirra. Við veljum þannig bæði lesefni, myndefni, félagsskap o.s.frv. í samræmi við skoðanir okkar.

Önnur aðferðin felst í því að leita hughreystingar hjá öðrum. Þess vegna leitast fólk ævinlega við að fá staðfestingu á því hjá vinum sínum, að rétt ákvörðun hafi verið tekin, fólk leitar að slíku efni í fjölmiðlum o.s.frv. Loks nefnir Festinger að umbun geti minnkað misræmi. Það var út frá tilraunum á þessu sem kenningin þróaðist. Festinger og James Carlsmith gerðu fræga tilraun við Stanford-háskóla á sjötta áratug síðustu aldar, þar sem þeir fengu karlkyns nemendur til að taka þátt í óskilgreindri „sálfræðilegri tilraun“. Þegar hver þeirra mætti í tilraunina var honum gert að framkvæma einhæf verkefni sem voru sérhönnuð til að vera þreytandi og leiðinleg, t.d. að raða saman tólf gerðum af spólum í hólf og snúa ferningi í fjórðungshring eftir hvert skipti. Eftir að umsamdri klukkustund var lokið tjáði rannsóknarmaður þátttakandanum að næsti þátttakandi hefði forfallast og bað hann að reyna að fá stúlku á biðstofu til að taka þátt. Hann ætti að ústkýra (ljúga) hversu skemmtileg tilraunin væri. Þátttakendum var boðin greiðsla fyrir það verk, ýmist einn Bandaríkjadal eða 20 dali. Flestir tóku boðinu og reyndu að sannfæra stúlkuna með ósannindum (Perloff, 2003).

Eftir að þessum hluta lauk voru þátttakendur spurðir út í verkefnið. Í ljós kom að þeir sem höfðu þegið 20 dali voru almennt fúsir til að viðurkenna að verkefnið hefði verið arfaleiðinlegt og að þeir hefðu logið að stúlkunni. Þeir sem þáðu hinsvegar aðeins einn dal fyrir voru hinsvegar tregari til að líta svo á málið og líklegri til að halda því fram að í raun hefði verkefnið verið frekar áhugavert. Niðurstöður tilraunarinnar voru túlkaðar á þann hátt að fólk eigi auðveldara með að viðurkenna fyrir sjálfu sér að það hafi gert eitthvað sem samræmist ekki siðferðiskerfi þess, ef það getur réttlætt það fyrir sjálfu sér með umbun, og þessar niðurstöður hafa verið endurteknar margoft.

Kenningin hefur gagnast vel til að skýra ýmsar niðurstöður tilrauna, t.a.m. hversvegna fólk virðist frekar helga sig að félagsskap ef innganga í hann krefst mikilla og erfiðra fórna eða vígsluathafna. Fólk er misjafnlega viðkvæmt fyrir misræmi. Sem dæmi um þá sem þjást hvað mest vegna þess má nefna þá sem teljast sem kreddufullir, eða dogmatískir. Þeir sem eru dogmatískir hafa tilhneigingu til að hunsa eða útiloka nýjar hugmyndir og viðurkenna einungis álit sem kemur frá hefðbundnu, „viðurkenndu“ kennivaldi (conventional, established authorities). Þeir treysta leiðtogum og sérfræðingum meira en aðrir, jafnvel þegar rök þeirra eru veik, og þeir eiga líka erfitt með að finna gögn sem stangast á við fastmótað álitið. Þeir hafa tilhneigingu til að vera óöruggir og fara í vörn, en skoðanir þekktra sérfræðinga veita þeim öryggis- og yfirlætiskennd (Perloff, 2003).

Ýmsir gallar eru á kenningunni. Til dæmis er í vissum skilningi hægt að skýra allar niðurstöður með þessu fyrirbæri og það er nánast ómögulegt að afsanna hana. Þannig má skýra niðurstöður sem sýna ekki viðhorfsbreytingar þannig, að viðkomandi hafi ekki fundið fyrir nægilega mikilli misræmi. Daryl Bem hefur haldið því fram, að sjálfsskilningur geti skýrt fyrirbæri betur en misræmi. Þar á hann við að við dæmum tilhneigingar okkar með því að fylgjast með eigin hegðun.

Ýmsir hafa lagt til breytingar á kenningunni. Elliot Aronson lagði til að fyrirbæri eins og viðhorfsbreytingar Stanford-stúdentanna stöfuðu ekki af röklegum mótsögnum heldur huglægum. Fólk við þessar aðstæður væri að verja sjálfsmynd sína og flestir litu á sig sem heiðarlegt og gott fólk, en ekki lygara. Að ljúga um slík atriði samræmdist ekki sjálfsmyndinni og því þyrfti einhverra huglægra úrræða með. Því erfiðara sem hið mótsagnakennda atferli væri, þess meira breytti það viðhorfum. Ef til vill breyttist jafnvel sjálfsmyndin í heild. Ef einhver hegðun leiðir einhverjum það fyrir sjónir, að tiltekið viðhorf samræmist ekki því sem hann vill vera, er kannski eina leiðin að breyta um viðhorf. Claude Steele og samstarfsfólk telja að helsta ástæðan fyrir því að fólk leggur sig fram við að minnka misræmi, sé sú að það sé með því að varðveita og endurbyggja þá mynd sem það hefur af sjálfu sér. Samkvæmt þeirri útgáfu kenningarinnar, sjálfsstaðfestingu (self-affirmation), þolir fólk misræmi misjafnlega vel, og það eru einkum þeir sem hafa gott sjálfstraust sem geta staðist hana. Hafi Steele og Aronson báðir rétt fyrir sér, eykst misræmi vegna góðrar sjálfsmyndar, og fólk þolir þá misræmið auk þess betur, þótt hegðunin samræmist sjálfsmyndinni ekki (Coopera & Carlsmith, 2001).

Þegar á að greina áróður er mikilvægt að þekkja til misræmis. Misræmi er notað til að búa til áróður, og áróður er líka notaður til að minnka misræmi þegar málefnið, sem áróðurinn er fyrir, samræmist t.d. ekki gildismati fólks eða vitneskju. Dæmi um misræmi í áróðursskyni gæti verið að sýna fram á að rök andstæðings standist ekki vegna einhverra eiginleika hans; þá er ráðist á andstæðinginn en ekki málefnið. Þannig gæti verið bent á að umhverfisverndarsinninn noti bensínfrekan bíl, eða að andstæðingur ríkisvaldsins þiggi bætur eða laun frá hinu opinbera. Misræmi milli orða mannsins og athafna er þannig æst upp í hugum fólks. Sem dæmi um það síðarnefnda mætti nefna tilburði til að réttlæta eitthvað sem almennt væri talið óásættanlegt. Fjöldamorð á saklausu fólki hafa þannig verið réttlætt á ýmsan hátt. Ef fórnarlömbin tilheyra hópi sem hefur verið stimplaður sem andstæðingar stjórnvalda; t.d. íbúar óvinaríkis í stríði, gæti það lent í ófrægingarherferð – djöfulgert – þannig að reynt er að sýna að í raun sé fólkið slæmt innst inni, eða minna mannlegt en „við“. Djöfulgerð af þessu tagi virðist því miður vera algeng. Japanir voru t.d. málaðir sem ómennskir og illir í seinni heimsstyrjöldinni. Það nægði til að eyða öllu misræmi þegar kjarnorkusprengjur voru notaðar gegn óvopnuðum íbúum Hiroshima og Nagasaki 1945. Óhætt er að reikna með því að misræmi verði áfram notað í áróðursskyni í framtíðinni, og eina leiðin til að berjast gegn því er að þekkja fyrirbærið.

Heimildir:
Coopera, J., & Carlsmith, K. M. (Eds.). (2001). International Encyclopedia of the social and behavioral sciences : Elsevier Science Ltd.
Festinger, L. (1957). A theory of cognitive dissonance. Stanford University, Stanford.
Griffin, E. (1997). A first look at communication theory. McGraw-Hill.
Perloff, R. M. (2003). The dynamics of persuation: Communication and attitudes in the 21st century (2nd ed.). Mahvah, NJ: LEA Publishers.

Saving Iceland loka veginum að Grundartanga

Eftirfarandi fréttatilkynning er frá Saving Iceland og er birt hér í heild sinni:


Umhverfi / Mótmæli — Fréttatilkynning — 18. júlí, 2007.
SAVING ICELAND LOKA VEGINUM AÐ VERKSMIÐJUM CENTURY / NORÐURÁLS OG ELKEM / ÍSLENSKA JÁRNBLENDIFÉLAGSINS GRUNDARTANGA

– Í dag hafa  samtökin Saving Iceland lokað eina aðfangaveginum frá þjóðvegi 1. að verksmiðjum Century / Norðuráls og ELKEM / Íslenska járnblendifélagsins. Saving Iceland samtökin eru andsnúin áformum um nýja álbræðslu Century í Helguvík og stækkun á verksmiðju Járnblendifélags Íslands. Aðgerðafólk hafa hlekkjað sig saman í málmrörum og myndað þannig mannlegan tálma á veginum um leið og nokkrir hafa tekið yfir byggingakrana á svæðinu.

Century Aluminum, sem er hluti af nýrri rússnesk-svissneskri samsteypu fyrirtækjanna á RUSAL / Glencore / SUAL, ætla að reisa annað álver í Helguvík með 250.000 tonna árlegri framleiðslugetu. Álver þeirra á Grundartanga hefur þegar verið stækkað í 260.000 tonn.

Um þessar mundir er verið að fara yfir unhverfismat á Helguvíkurbræðslunni. (1) Þetta mat var gert af verkfræðisamsteypunni HRV (Hönnun/Rafhönnun/VST).

“Það er fáránlegt að verkfræðifyrirtæki sem hefur mikla hagsmuni af byggingu álversins sé ætlað að skila hlutlægu mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Í mati fyrirtækisins koma fram fáránlægar staðhæfingar eins og t.d. sú að mengun af verksmiðjunni verði ekkert vandmál vegna þess að Helguvík sé svo vindasamur staður að öll mengunin mun hverfa með vindinum” segir Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson frá Saving Iceland.

“Þessi álbræðsla mun kalla á nýjar jarðhitaboranir í Seltúni, Sandfelli, Austurengjum og Trölladyngju, auk þess sem Hengilssvæðinu hefur þegar verið raskað stórlega hennar vegna af Orkuveitu Reykjavíkur.
Í umhverfismatinu hefur alveg láðst að nefna þessi jarðhitasvæði eða hinar gífurlegu rafmagnslínur og rafmöstur sem fylgja munu framkvæmdinni. Þessar jarðvarmavirkjanir munu gersamlega eyðileggja ásýnd og vistfræðilegt gildi alls Reykjanesskagans. Orkuþörf verksmiðjunnar, um 400 mw, mun fara fram úr náttúrulegri orkugetu þessara jarðhitasvæða auk þess sem þau munu kólna á þremur til fjórum áratugum. (2) Century hafa viðurkennt að það er ætlun þeirra að stækka verksmiðjuna á næstu áratugum. Það er því augljóst að þessi álbræðsla mun ekki aðeins eyðileggja Reykjanesið heldur einnig útheimta frekari virkjanir jökuláa.”

Matsferlið virðist vera algjört aukaatriði, fyrirtækið hefur þegar reiknað með útgjöldum upp á 360 milljónir dollara sem að hluta til verður varið til byggingar álbræðslu í Helguvík. (3) Þetta gefur til kynna að Century hafa fengið fullvissun frá íslenskum yfirvöldum um að verkefnið mun sleppa í gegn hvað sem í skerst.

Þetta stangast algerlega á við stefnuyfirlýsingar nýrrar ríkistjórnar Íslands, og þá sérstaklega nýlega yfirlýsingu Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra, að hún sé á móti frekari álverksmiðjum á landinu.

Íslenska járnblendifélagið vill auka getu sína til framleiðslu á ferrosilicon fyrir stáliðnaðinn. Þetta fyrirtæki ber ábyrgð á einu mesta magni gróðuhúsalofttegunda og annarar mengunar á Íslandi. (4)

“Stækkun á verksmiðjum Íslenska járnblendifélagsins og Century mun auka stórlega útstreymi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi.  Ef ekkert bætist við þá stóriðju sem þegar er á Grundartanga og hjá ALCOA Fjarðaáli mun Ísland samt auka við útstreymi gróðurhúsalofttegunda um 38% miðað við ástandið árið 1990. Með æaframhaldandi uppbyggingu stóriðju á Íslandi mun útstreymið nema um 63% yfir viðmiðun mörkum ársins 1990. (5) Slíkt ber vitni um algjört ábyrgðarleysi og ótrúverðugleika íslenskra stjórnvalda.

Allt tal um “græna orku” frá jarðvarma og vatnsorku er í raun hreinar lygar. Íslendingar verða að rísa gegn þessum erlendu fyrirtækjum” sagði Snorri Páll.

ENDIR

Frekari upplýsingar:
http://www.savingiceland.org
Phone: Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson, (+354) 8480373.

Punktar og tilvitnanir:
1. Environmental Impact Assesment, HRV, may 2007, http://www.hrv.is/media/files/Frummatsskýrsla_2007-05-02_low%20res.pdf
2. Landvernd, Letter to national planning agency, 28th June 2007, http://www.landvernd.is/myndir/Umsogn_Helguvik.pdf
3. Credit Suisse, June 12th 2007, http://www.newratings.com/analyst_news/article_1548857.html
4. Icelandic Ministry of the Environment, March 2006, http://unfccc.int/resource/docs/natc/islnc4.pdf
5. Idem.

Ég er líka á móti þessari ríkisstjórn

Það getur virst bratt að hefja andstöðu gegn ríkisstjórn sem er nýsest að völdum. Ríkisstjórnin sem fór frá í vor, eftir verðskuldað afhroð Framsóknarflokksins og undarlega gott gengi Sjálfstæðisflokksins í kosningunum, var orðin þreytt og skvapholda og syndaregistrið slíkt að auðvelt var að finna að henni. En hvað með þá sem hefur tæpast fengið tækifæri til að gera skyssur? Er sanngjarnt að vera á móti henni frá upphafi?

Ég segi já. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar er allrar gagnrýni verð, og það strax á hveitibrauðsdögunum. Það er óþarft að fjölyrða um Sjálfstæðisflokkinn. Hann hefur sýnt það best sjálfur á slímusetu sinni við völd og kjötkatla, hver hann er og fyrir hvað hann stendur. Samfylkingin er meiri nýgræðingur, en tekst samt illa að grímuklæða sig svo að trúverðugt sé.

Samfylkingin á það sammerkt með öðrum krötum, að vera stoð auðvaldsins. Sumir hafa meira að segja kallað krata höfuðstoð þess. Ég tek undir það. Með samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn hefur Samfylkingin stutt helsta fulltrúa íslensks auðvalds til áframhaldandi forystu í íslenskum stjórnmálum. Það var allur metnaðurinn, að svala valdagreddunni með því að dansa við Sjálfstæðisflokkinn.

Svo orðalag Geirs Haarde sjálfs sé notað, var þá Framsóknarmaddaman ekki sætasta stelpan á ballinu? Gerir Ingibjörg Sólrún sama gagn? Ekki verður annað séð, í fljótu bragði. Frjálslynd umbótastjórn, hvað er nú það? Mér er ekki til efs að á þessu kjörtímabili mun ákveðið framáfólk innan Samfylkingarinnar gera ótvírætt gott, að minnsta kosti til skamms tíma séð. Þar koma Þórunn Sveinbjarnardóttir og Jóhanna Sigurðardóttir strax upp í hugann. En á móti koma þungbær atriði á borð við hugsanlega einkavæðingu Landsvirkjunar, líklegar meiri stóriðjuframkvæmdir og náttúruspjöll, að ýmsu leyti skaðlega og heimskulega utanríkisstefnu og fyrirsjáanleg spjöll á heilbrigðiskerfinu og Íbúðalánasjóði, svo dæmi séu tekin. Þá mun koma í ljós hvernig ráðleggingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins reynast þjóðinni þegar opinberir starfsmenn ganga næst til kjarasamninga, en á þeim vígstöðvum má búast við hörðu.

Er ég bölsýnn? Er ómögulegt að gera mér til hæfis? Ég get ekki fallist á það. Ég vil sjá ríkisstjórnina þjóna fólkinu á landinu áður en ég skipti um skoðun. Ég treysti ekki orðum stjórnmálamanna, heldur tel ég gjörðirnar einar vera marktækar.

Stéttareðli ríkisstjórnarinnar
Annars vegar tel ég tortryggni gagnvart öllu valdi vera sjálfsagðan og nauðsynlegan útgangspunkt. Mér þætti því gaman að sjá þá ríkisstjórn sem gæti sannfært mig um að hún væri „góð“. Ég geng út frá því að fólk sem ásælist völd fari misviturlega með þau, og mér hefur þótt sú skoðun styrkjast, frekar en veikjast, af því sem ég sé þegar ég fylgist með fréttum eða lít í kring um mig.

Hin hliðin á tortryggninni liggur í sjálfu eðli samfélagsins sem við búum í. Það er kapítalískt og stéttskipt. Það er yfirstéttin sem ræður ferðinni, og ríkisvaldið er í raun ekki annað en framkvæmdanefnd hennar. Þessi yfirráð fara vanalega ekki fram með hrindingum og kylfuhöggum, þótt það komi reyndar fyrir, heldur eru vanalegu aðferðirnar lævíslegri og um leið skilvirkari. Áróður, bein og óbein ósannindi, hliðholl orðræða, fjölmiðlar sem sigta upplýsingar og baktjaldamakk eru meðal þessara aðferða. Ríkisstjórn í borgaralegu og stéttskiptu auðvaldsþjóðfélagi er borgaraleg, og hún er fulltrúi valdastéttarinnar. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar er engin undantekning frá þessu. Ég er ekki í vafa um að nýja ríkisstjórnin mun reynast auðvaldinu vel. Það er hlutverk hennar, og þau efnahagspólitísku tengsl sem grundvalla sjálfa tilveru ríkisstjórnarinnar eru á þá lund að valdastéttin styður stjórnina á meðan stjórnin þjónar valdastéttinni.

Ríkisstjórnin segist vera fulltrúi fólksins í landinu, gott ef ekki auðsveipur þjónn. Það er vitleysa. Hún stingur einni og einni dúsu í fólkið til að halda því góðu, en því fer fjarri að Björn Bjarnason eða Guðlaugur Þór Þórðarson líti á sig sem þjóna fólksins. Þeir eru herrar, ráðherrar, og ég yrði steinhissa ef þeir litu á sig sem eitthvað annað.

Sú ríkisstjórn sem nú situr við völd hefur naumast framið sín verstu afglöp ennþá. Ég vil sjá það áður en ég trúi því, að fólkið í landinu njóti í raun góðs af störfum hennar. Þangað til ég sé annað, vænti ég þess að valdastéttin verði ofar á gestalistanum.

Lögregluofbeldi á Snorrabrautinni í dag

Á leið minni heim í dag sá ég hóp af fólki í göngu. Ég vissi að til stóð að halda einhverskonar mótmælagöngu í dag, auglýsta sem rave party og ákvað að ganga í hópinn. Þá kom í ljós að lögreglan hafði stoppað gönguna á Snorrabraut. Göngumenn létu það greinilega ekki á sig fá en þarna voru trúðar með trúðalæti og mikið af fólki að fylgjast með, borðar með slagorðum gegn alþjóðlegum stórfyrirtækjum voru á lofti og fólk að dansa og skemmta sér. Lögreglan fylgdist prúð með og virtist vera í góðu skapi, hún hleypti bílum í gegn og að lokum var Snorrabraut lokað við Flókagötu. En einhverra hluta vegna leyfði hún göngunni ekki að halda áfram, og ljúka sér af, heldur stöðvaði hana á miðri Snorrabraut í rúma 2 klukkutíma.Loksins virtist lögreglan fá skipun frá yfirmönnum sínum að ráðast til atlögu en hún réðst að bílnum sem tónlistin kom frá, braut rúðuna, opnaði og dróg þann sem þar var út, hann sýndi enga mótspyrnu. Fólkið á staðnum flykktist að og í kring en án alls ofbeldis og var flestum ýtt frá. Tveimur einstaklingum var sýnd sérstök aðgæsla (sá ekki afhverju) en það voru um 8 lögreglumenn sem snéru þá niður á gangstéttinni.

Ég stóð á gangastéttinni í um 2 metra frá staðnum þar sem verið var að halda þessum göngumönnum niðri með því að sitja ofaná þeim og snúa upp á hendur og fætur, þau sýndu ekki mótspyrnu að mér sjáanlegu. Fólkið á staðnum söng ýmis slagorð eins og að lögreglan væri að beita ofbeldi. Ég stóð þarna hrópaði stundum með en beitti annars engri ógnandi hegðun né var á nokkurn hátt dónalegur gagnvart lögreglunni, enda hélt ég að hún ætti að vera sú sem viðheldur friði, ekki sú sem kemur af stað ófriði. Mér skjátlaðist.

Skyndilega kemur lögreglumaður upp að mér og biður mig hastarlega að færa mig, ég bakka aðeins en greinilega ekki nógu mikið því hann ýtir mér aftur á bak, snýr upp hendina og skellir hausnum á mér upp við bílshurð. Því næst hendir hann mér upp að grindverki og öskrar “þú átt að hlýða því sem ég segi”. Þar á eftir snýr hann upp á hendina á mér og skellir andlitinu á mér niður á gangstéttina.

Ég tel mig hafa  sýnt yfirvegun og rólyndi allan tímann, en ef eitthvað ætti að túlka sem dónaskap þá gæti það verið þegar að ég spurði: „hversvegna?” þegar mér var ýtt og sagt að hlýða. Því næst labbar hann aftur að handtökunni og skilur mig eftir í götunni.

Ég fæ ekki séð að ég hafi nokkuð ólöglegt aðhafst. Enginn réttlætanlegur ásetningur var hjá manninum og hvað er þá hægt að kalla þetta nema lögregluofbeldi!

Viljum við landsmenn að lögreglan komist upp með slíkan verknað. Hvað ef að verið væri að mótmæla háu bensínverði, of mikilli þennslu, barnaklámi, kvennamisrétti eða spillingu? Hvað má lögreglan ganga langt í að bæla niður aðgerðir hópa sem eru að berjast fyrir hugsjónum sínum?

E.R.Þ.

Sumarbúðir Saving Iceland opna

Nokkrir tugir íslenskra og erlendra umhverfisverndarsinnar hafa slegið upp tjaldbúðum í Mosfellssveit. Búðirnar verða dvalarstaður mótmælenda fyrst um sinn, en ekki er ákveðið hvort þær verða þar í allt sumar. Staðurinn er Bringur á mótum Mosfellsheiðar og Mosfellssveitar. Ekinn er fyrsti malarvegur til hægri eftir að farið er hjá Gljúfrasteini (í austur) og eru búðirnar kippkorn fyrir sunnan þjóðveginn. Vegurinn er grófur en vel fær venjulegum bílum ef ekið er varlega.

Saving Iceland bjóða í götupartí gegn stóriðju, Rave against the Machine, á laugardaginn kl. 16. Hist verður við goshverinn í Öskjuhlíð, sunnan við Perluna.

Saving Iceland ?

Margt athyglisvert kom fram á ráðstefnu þeirri sem Saving Iceland skipulagði við Hótel Hlíð í Ölfusi um síðustu helgi. Það er hreint út sagt furðulegt hversu dræm mæting var á hana. Nei það var ekkert ráðstefnugjald. Ég hef hins vegar heyrt því fleygt að fólk sé smeykt við þá ímynd mótmælenda að þeir séu  öfgasinnaðir vitleysingjar sem tolla ekki í (alvöru) vinnu. Það finnst mér líklegri útskýring. Ekki þarf nema að líta á nokkra athugasemdir á moggablogginu um mótmælin í Kringlunni um daginn. Hvers vegna fólk fordæmir svo auðveldlega án þess að reyna einu sinni að taka málefnalega afstöðu, er mér hulin ráðgáta.

Að hitta fólk í eigin persónu sem er komið langa leið til þess að reyna að skilja betur hvernig alþjóðleg stórfyrirtæki menga og hagnast og komast upp með það er mjög sérstök tilfinning. Heimurinn smækkar og manni verður alvaran ljós. Nú hugsa kannski margir að fólkið sem hingað kom séu talsmenn einangraðra minnihlutahópa sem endurspegli ekki ástandið eða vilja almennings. Staðreyndin er hins vegar sú að í Trínidad og Tóbagó, Brasilíu, Indlandi, Suður-Afríku, Kanada, Íslandi og víðar er þróunin sú sama. Ákvarðanataka fer fram í höfuðstöðvum í Bandaríkjunum og hræðilegar afleiðingar líta dagsins ljós í mörg þúsund kílómetra fjarlægð.

Það er varla hægt að finna skemmtilegri fundarstjóra fyrir ráðstefnur en Reverend Billy frá Bandaríkjunum, forysturíki neyslumenningarinnar. Hann slær tvær flugur í einu höggi með hárbeittri ádeilu sinni á  bókstafstrú kristinna þar í landi og hinni gegndarlausu græðgi sem einkennir markaðskerfi vesturlanda. Í inngangserindi sínu talaði hann um Stealth-tæknina sem hjúpar hina leyndardómsfullu stjórnmálaleiðtoga sem bjóða kjósendum lausn frá veraldlegri fátækt og pínu og trúarbragðaleiðtogum (les imbaprestum) sem telja sig geta boðið algildari lausn þar fyrir vestan.

Hinn þjóðþekkti rithöfundur Guðbergur Bergsson tók fyrstur af skarið og sýndi á sér nýja hlið. Ástæðan fyrir því að Íslendingar láta stórfyritæki vaða yfir sig er að Íslendingar eru undirgefnir að eðlisfari. Hann hefur fram að þessu ekki málað sig grænan líkt og mörg stórfyrirtæki hafa gert í dag en ólíkt þeim var hann nokkuð sannfærandi. „Ekki gráta mig, grátið börn ykkar” á Jesús að hafa sagt við hóp kvenna sem umkringdu hann og örvæntu við krossinn. Enn, segir Guðbergur, gráta mæður börn sín vegna þess að framtíðin er ekki björt. Maðurinn hefur alla tíð óttast náttúruna en í dag óttast hann um afdrif náttúrunnar.

Andri Snær tók næstur við og gerði skilmerkilega grein fyrir hlutdrægni íslenskra fjölmiðla í umfjöllun sinni um áliðnaðinn og þær virkjanir sem hann þarfnast. Hann sýndi skjámyndir af lofsamlegri umfjöllun RÚV um möguleg viðskipti Rusal, rússneska álframleiðandans, og íslenskra stjórnvalda. Þar var látið vel að fyrirtækinu og talað um hæfa stjórn, samfélagslega ábyrgð, o.fl. í þeim dúr. Það vildi ekki betur til en svo að um sömu mundir birti ekki ómerkilegra blað New York Times þar sem háttsettur maður hjá fyrirtækinu var bendlaður við morð og fleiri glæpi. Andri hefur í kjölfar metsölubókar sinnar, Draumalandsins, orðið vinsæll fyrirlesari og álitsgjafi í fjölmiðlum. Meðal þeirra mýta sem hann hefur flett ofan af er sú dæmalausa kenning að „Íslendingum beri siðferðileg skylda til þess að virkja”. Ekki þegar afrakstur þess er aukinn hagnaður álfyrirtækja á spottprís. 1

Attilah Springer kom hingað frá karabíska eyríkinu Trínidad og Tóbagó. Hún fann sig knúna til þess að taka þátt í baráttu félagasamtakanna Rights Action Group.2 Henni virtist mikið niðri fyrir þegar hún lýsti því hvernig ALCOA kom til samninga við jámennina sem sitja í ríkisstjórn T&T sem án samráðs við íbúa samþykktu byggingu tveggja álvera nálægt smábænum Point Fortin á Trínidad. Hún lýsti því hvernig óléttar apynjur hefðu flúið undan verkamönnum sem einn daginn birtust og hófust handa við að fella tré, örvita af hræðslu. Íbúarnir voru alveg jafn forviða því ekkert samráð hafði verið haft við þá. Í Hafnarfirði var stækkun álversins í Straumsvík nýlega hafnað. Hvernig ætli slíkt lýðræðislegt ferli gangi fyrir sig í Trínidad?

Ráðstefnugestir voru upplýstir um margt sem stórfyrirtækin vilja ekki að séu á almannavitorði enda var það tilgangur ráðstefnunnar að sameina umhverfisverndarsinna nær og fjær og skiptast á skoðunum og upplýsingum. Aflétta leyndinni og virkja almenning.

Tilvísanir

1 – Sjá bæklinginn Lowest energy prices

2 – Sjá http://nosmeltertnt.com/ og Smelter Struggle: Trinidad Fishing Community Fights Aluminum Project