Og þar með eru öll ESB-ríki orðin þátttakendur í NATO

Öll ríki ESB nema eitt eru ýmist með fulla aðild eða aukaaðild að NATO. Undantekningin er Kýpur. En ekki lengi úr þessu. Með stjórnarskiptum nú þegar Anastasiades forseti tekur við af Christofias sækir Kýpur um aukaaðild að NATO.

  • Evrópuvinstrið heldur því lítt á loft, en nánasti bandamaður ESB er Bandaríkin. Bandaríkin og ESB mynda efnahagslega, pólitíska og hernaðarlega blokk – köllum hana bara Blokkina, enda hefur hún lengi  verið mesta valdasamstæða heims. Hernaðararmur hennar nefnist NATO.
  • Blokkin stækkar. Í heimsvaldataflinu mikla á árunum eftir fall Múrsins hafa tvö ferli gengið samhliða yfir Evrópu: Stækkun ESB og stækkun NATO. NATO hefur oft verið skrefi á undan, en stærsti skammtur Austur-Evrópuríkja gekk þó samtímis inn í samböndin tvö, árið 2004.
  • Samstarfsþátttaka eða aukaaðild að NATO – svonefnt „Samstarf um frið“ (Partnership for Peace) – var stofnsett að frumkvæði Bandaríkjanna árið 1993. Yfirlýst markmið þess var að skapa traust í samskiptum NATO og Evrópuríkja við fyrrum Sovétríkin.
  • Í reynd er þessi samstarfsþátttaka biðsalur eða forgarður að NATO. Öll ríki gömlu Austur-Evrópu (vestan fyrrum Sovétríkja) og flest ríki Balkanskagans auk Eystrasaltsríkjanna (innan fyrrum Sovétríkja) hafa fyrst gerst aðilar að þessu „samstarfi“ og svo fullir aðilar að NATO. Balkanríki sem ókomin eru inn eru á leiðinni inn.
  • Því fylgja skyldur að vera í liði Blokkarinnar.  Dæmi: Öll ríki ESB nema dvergríkið Malta – og hingað til Kýpur – taka þátt í hernaði NATO í Afganistan. Nú mun Kýpur einnig þurfa að senda lið í hernað NATO.
  • „Samstarf um frið“ er líka hernaðarlegar þjálfunarbúðir. Samstarfsþátttaka í NATO innber að viðkomandi lönd bjóða NATO til heræfinga hjá sér og taka þátt í hernaði bandalagsins. Til dæmis, Svíðþjóð og Finnland  hafa kallað sig „hlutlaus ríki“ en eru það ekki lengur og stunda heræfingar með NATO á eigin landi og hafa tekið þátt í hernaðinum í Afganistan og Líbíu. Almenningur í þessum löndum ekki spurðar um þetta enda vitum við Íslendingar að hermál eru hafin yfir lýðræði. Eins og allt hjá NATO er „Samstarf um frið“ öfugmæli.
  • Önnur undirdeild eða forgarður að NATO eru sk. „Miðjarðarhafssamskipti“ (Mediterranean  Dialogue). Sú deild bandalagsins er fyrir Miðjarðarhafsríki utan Evrópu. Árið 2010 var svo komið að öll ekki-evrópsk ríki sem strönd eiga að Miðjarðarhafi voru komin í þessa deild nema Líbía, Sýrland og Líbanon. En sjálfstæð utanríkisstefna skal ekki liðin og því síður það að vera í „vitlausu liði“. Blokkin setti því kross yfir þessi þrjú lönd sem þýddi „valdaskipti“. Síðan hefur verið gengi í það verk. Full yfirráð yfir Miðjarðarhafi hafa mikla hernaðarlega þýðingu fyrir Blokkina, og í því samhengi verður að skoða innkomu Kýpur til þátttöku í NATO.
  • Mikilvægur þátttakandi í „Miðjarðarhafssamskiptum“ er Ísrael. Fyrir rúmri viku var Shimon Peres Ísraelsforseti í heimsókn í höfuðstöðvum NATO í Brussel og ræddi við Rasmussen um Mið-Austurlönd. Hann hlóð þar lofi á sambandið og sagði „We feel part of NATO although we are not members of NATO“ (Okkur finnst við vera hluti af NATO þó við séum ekki meðlimir).
  • Blokkin USA/ESB er á undanhaldi á efnahagssviðinu þar sem aðalkeppinauturinn, Kína, sækir fram. Blokkin veðjar þess vegna á hernaðaryfirburði sína. Ummerkin eru nokkur „heit stríð“ – í fyrrum Júgóslavíu, Írak, Afganistan, Líbíu og Sýrlandi – og fleiri „misheit stríð“ – í Malí, Sómalíu, Kongó, Pakistan, Jemen og víðar. Alls staðar stendur Blokkin að baki, ýmist með beinni þátttöku eða gegnum staðgengla. Þessi nýju nýlendustríð eru norðuramerísk-evrópsk stríð. Hernaðarstefna Blokkarinnar verður þá fyrst skiljanleg þegar hún er skoðuð sem barátta fyrir heimsyfirráðum. Sókn NATO sýnir að það markmið er ekki bara óljós draumur heldur áætlun í örri framkvæmd.

Þessi grein birtist fyrst á Vinstrivaktinni þann 9. mars sl.

Bani Walid opinberar hræsni “alþjóðasamfélagsins” og “friðarsinna”

Á sama tíma og friðarsinnar froðufelltu yfir árásum Ísraela á Gaza lá önnur borg undir heiftarlegum og grimmúðlegum árásum án þess að vekja fram múkk. Umsátrið um þá borg gæti varla lýst orðinu hræsni betur. Borgin sem um ræðir heitir Bani Walid og er staðsett í Líbýu. Þar bjuggu um 100 þúsund manns og var höfuðsetur hins svokallaða Warfalla ættbálks, hins fjölmennasta í Líbýu. Íbúar Bani Walid héldu uppi harðri mótspyrnu við hinu nýja valdi í Líbýu. Svo það sé tekið skýrt fram er hin auma leppstjórn sem kennd er við Jalil ekki hið raunvega vald í landinu, heldur einungis sæmilega rakað falskt andlit þingræðis sem friðþægir vesturlandabúa og réttlætir afskipti þeirra að stjórn Líbýu. Hið nýja, raunverulega stjórnkerfi í Líbýu eru fjöldi svokallaðra íslamskra Emírata sem eru undir stjórn ólíkra ofbeldishópa. Langvaldamesti hópurinn í Líbýu er tengdur samtökum sem á íslensku þýða ”íslamska vígasveitin í Líbýu” (á ensku ”Libyan islamic fighting group” eða LIFG, á arabísku الجماعة الإسلامية المقاتلة بليبيا”. Fjallað verður nánar um þessa hópa síðar.

 

Stjórnkerfið sem íbúar Bani Walid vildu halda í er tegund af frjálslyndum sósíalisma sem kölluð er Jamahiriya, sem á íslensku gæti kallast ”fólksræði”, eða ”stjórn fjöldans”. Hægt er að lýsa kerfinu sem aðferð við að koma á beinu lýðræði. Æðsta valdið í slíku kerfi liggur í niðurstöðum borgarafunda. Hver þegn (bæði konur og karlar) hafa rétt til þess að taka þátt í þessum fundum og niðurstöður þeirra eru bindandi. Sú stjórnarskrá sem unnið er eftir á að tryggja jöfn réttindi til húsnæðis, matar, öryggis, menntunar og lífsviðurværis. Íslam var hluti af stjórnarskránni, en óneitanlega frjálslyndari útgáfa en sú sem vígamenn Misrata aðhyllast.

 

Kerfið var vinsælt hjá mörgum, en aðrir höfðu viðbjóð á því. Þeirra á meðal voru íslamistar sem litu á kerfið sem hreina viðurstyggð. Þeim líkaði ekki að konur gengu slæðulausar um og unnu við hlið karla, þeim líkaði ekki hversu frjálslega var farið með orð guðs, þeim líkaði ekki að hörundsdökkir og innflytjendur hefðu réttindi sambærileg þeim sem ljósari voru á hörund, og þeim líkaði ekki fall gömlu yfirstétta klerka og emíra í Líbýu. Eftir að Líbýa lýsti stríði á hendur íslamistum árið 1996 jókst heiftin æ meir. Það gæti útskýrt hina annars ótrúlegu grimmd sem vígahóparnir í Líbýu hafa sýnt síðustu 18 mánuði.

 

Stóra áhlaupið á Bani Walid hóft í október á þessu ári og stóð til miðbiks nóvembermánuðar. Nánast engar vestrænar fréttastofur hafa minnst á þessar árásir. Rússneska fréttastofan RT hefur hinsvegar sinnt starfi sínu betur.

 

Ekki er vitað hversu margir hafa verið drepnir í heildina, en mannsfallið er mikið. Til dæmis er áætlað að um 600 hafi verið myrtir á einum einasta degi 20. október og þúsund særðir. Vitað er að vígasveitirnar sem réðust á Bani Walid beittu eiturgasi gegn íbúunum, létu sprengjum rigna yfir borgina, skáru á allar síma og rafmagnsleiðslur og hindruðu vöruflutning í borgina. Íbúar sem flúðu sprengiregnið fengu ekki að snúa aftur. Vígasveitir voru sendar í borgina til að handsama andspyrnumenn og færa þá í fangelsi í Misrata. Þessi fangelsi eru viðurstyggilegir pyntingaklefar sem fæstir koma lifandi úr.

 

Um 10. nóvember lýsti Khaled al-Sharif, sem áður var aðstoðarforingi í LIFG en er nú yfirmaðurinn í svokölluðum þjóðvarðarsveitum Líbýu, yfir sigri yfir “trúvillingunum og pöddunum” í Bani Walid. Borgin væri nú íslamskt Emírat og vígasveitir ynnu nú við að hreinsa borgina af Warfallafólki svo hægt væri að koma á lögum og reglu. Næsta skref væri að hreinsa síðustu leifarnar af andspyrnu við Emírana í Trípóli.

 

Ég vil taka fram að sumir þeirra sem hafa sýnt mótbárur við byltingu okkar að undanförnu verða hreinsaðir innan skamms. Við munum kremja hvern þann sem lætur sér detta í hug að óhlýðnast ríkinu, hvort svo sem sá felur sig á bakvið stolin vopn eða í skotgröfum… Við munum ekki hika við að kremja slíka manneskju… Þeir sem koma af og til fram til þess að mótmæla stríði okkar gegn Bani Walid og segja það ólögmætt, við þá segjum við: Blóði ykkar verður spillt til einskis og ættbálkarnir sem vernda ykkur munu brátt verða fyrir árásum úr öllum áttum þar til þeir verða hlýðnir ríkinu; við höfum andlegt leyfi til þessa frá sjálfum Muftianum… Dauðinn bíður ykkar og þið munið enda eins og Bani Walid. Þið munið gefast upp og sinna starfinu ykkar, sem er að færa matvæli til herra ykkar í Misrata, til allra uppreisnarmanna og heiðarlegra manna. Það er ykkar eðlilega starf. Megi friður og náð guðs og blessun vera meðal ykkar.

(Sjá nánar hér).

 

Íbúar Bani Walid eru einungis síðustu fórnarlömb þessa fólks í Líbýu. Fyrsta Emíratið var mynda þegar 20. febrúar 2011 í borginni Derna, í kjölfar mikils blóðbaðs þar í bæ. Emírinn þar er Abdelkarim al-Hassadi, sem er vitfirrtur trúarofstækismaður. Fánar Al Quaeda blakta í Benghazi, almennt er viðurkennt að Trípolí sé undir stjórn öfgamannsins Abdelhakims Belhadj, borgin Sirte er nú rjúkandi ruslahaugur þar sem líkin hafa enn ekki verið fjarlægð og svo mætti lengi telja.

 

Ég skil hversvegna fjölmiðlar hunsa nú Líbýu og fjöldamorðin sem eiga sér stað þar. Gaddafi er löngu dauður og það er vonlaust að halda uppi sögunni um að átökin þar snúist um valdagræðgi hans og hans fólks. Ítarleg umfjöllun um Líbýu í dag myndi gera þá söguskoðun hjákátlega.

 

Munum það að ástæðan sem gefin var fyrir loftárásum Nató á Jamahiriya Líbýu var sú að hersveitir þeirra væru á leið til Benghaziborgar og hætta væri á því að fjöldamorð yrðu framin þar. Þá kom “alþjóðasamfélagið” (Nató og arabísku konungsdæmin) fram sem riddarar réttlætis sem sögðust ekki ætla að sitja aðgerðarlaus gagnvart slíku óréttlæti. Þegar núverandi stjórnvöld í Líbýu umkringja aðra borg, Bani Walid, og fremja þar viðbjóðsleg fjöldamorð, eru þetta sama alþjóðasamfélag hljótt.

 

En ég á erfiðara með að skilja svokallaða friðarsinna sem láta eins og Líbýa sé ekki lengur til og horfa framhjá. Kannski er þetta dæmi um hugrænt misræmi; ef þessir friðarsinnar viðurkenna nú að stjórnvöld í Líbýu séu sturlaðir ofbeldismenn, eru þeir þar með að viðurkenna að þeir hafi trúað á tröllasögu og með aðgerðarleysi sínu aðstoðað við að koma þeim til valda.

Sýrland og Íran eru peð í tafli um heimsyfirráð

443px-Coat_of_arms_of_Syria.svg_.png

1. Brennuvargar þinga um brunavarnir

Enn og aftur gerist það: Blóðug uppreisn studd af vestrænum stórveldum er notuð af þeim sjálfum sem tilefni til íhlutunar í viðkomandi land. Mikil diplómatísk herferð er nú farin gegn Sýrlandi, afar lík þeirri sem var undanfari árásarinnar á Líbíu í fyrra. Þann 30. júní var ráðstefna í Genf og önnur í París 6. júlí til að beita Sýrlandsstjórn þrýstingi. Frú Clinton beindi spjótum að Rússum og Kínverjum fyrir að vinna gegn herferðinni og hótaði að „þeir muni gjalda fyrir þetta“. Fremstir í flokki á fundum þessum voru fulltrúar þeirra ríkja (einkum vesturvelda og arabískra stuðningsríkja þeirra) sem stutt hafa vopnaða uppreisn í Sýrlandi á annað ár með því m.a. að veita straumi vopna og erlendra leiguhermanna inn í landið. Allan þann tíma hafa vestrænir leiðtogar boðað nauðsyn valdaskipta í Sýrlandi. Að vanda er öllu snúið á haus: fundir til undirbúnings innrás eru kallaðir „friðarráðstefnur“. (heimild)

Boðskapurinn endurómar hér heima: „Rússland og Kína standa í vegi fyrir valdaskiptum í Sýrlandi“ (Ólafur Þ. Stephensen, leiðari Fréttablaðsins 7. júlí).

Aðförin að Sýrlandi fylgir margendurteknu munstri, allt frá falli Múrsins. Sería stríða er háð í Miðausturlöndum og aðliggjandi svæðum (Írak, Bosnía, Kosovo, Afganistan/Pakistan, aftur Írak og Líbía). Fórnarlömbin eru ríki sem á einhvern hátt trufla hnattvæðingarprógramm USA og Vesturveldanna. Árásaraðilinn er í öllum tilfellum Vesturveldin, NATO-veldin. Stórveldi hanna atburðarás í smáríkjum. Atlagan er gerð í skrefum. Fyrst er fórnarlambið (fórnarlandið) útnefnt, svo skapa árásaraðilarnir sér skálkaskjól og tilefni til íhlutunar gegnum herferð fjölmiðla og vestrænt sinnaðra „mannréttindasamtaka“ (innan fórnarlandsins og alþjóðlega), gjarnan er alið á trúar- eða þjóðernasundrungu. Tilgangurinn er annars vegar að grafa undan stjórnvöldum fórnarlandsins, skapa þar upplausn, og hins vegar að skapa herskáa stemmningu í þeim löndum sem standa að herferðinni. Markmiðið er dipómatísk og viðskiptaleg einangrun landsins og ef þetta nægir ekki til að steypa stjórnvöldum er gerð „mannúðarinnrás“.

2. Hnattræn pólitísk og hernaðarleg sókn Vestursins

Í viðbót við framantalin innrásarstríð NATO-veldanna hefur NATO sjálft eftir fall Múrsins þanist gífurlega út: um alla Austur Evrópu og líka inn fyrir mörk gömlu Sovétríkjanna. Árið 1999 afnam NATO sín landfræðilegu mörk og breytti sér í hnattrænt hernaðarbandalag Vesturveldanna með allan heiminn sem starfsvettvang. Í framhaldi af því hefur það boðið ríkjum „samstarfsaðild“ (kallað „partnership“ og „dialogue“) um alla Norður-Afríku (Líbía var þar eina ríkið sem stóð utan við) Miðjarðarhafsbotn (nema Sýrland og Líbanon) og Persaflóa og loks um Asíulýðveldi gömlu Sovétríkjanna allt austur að landamærum Kína. (heimild)

SýrlandSýrland

Í öðrum heimshlutum, eins og Suður Ameríku og Afríku sunnan Sahara, gegnir herafli Bandaríkjanna enn sem komið er þessu hlutverki NATO og bein bandarísk hernaðarsamvinna og „hervernd“ í flestum ríkjum þeirra svæða er stórlega aukin, og NATO sýnist vera á leiðinni þangað. Bandarískar herstöðvar – sumar tengdar NATO, aðrar ekki – spretta upp eins og gorkúlur

Ný og þrengri innikróun Rússlands vekur athygli. Nýtt bandarískt eldflaugavarnarkerfi er nú byggt upp í nýju NATO-ríkjunum Póllandi, Rúmeníu og Tékklandi, kerfi sem Pútin segir að ógni öryggi Rússlands. Og nú hafa Bandaríkin og/eða NATO herstöðvar í flestum nágrannaríkjum Rússlands.

Áherslan á að innikróa Kína er þó enn meiri. Nú í júní lýsti bandaríski varnarmálaráðherrann Leon Panetta yfir á heimasíðu Pentagon að jafnvel áherslan á Miðausturlönd félli í skuggann af hinu rísandi verkefni: „Washington þyngir nú áhersluna á Asíu og Kyrrahafið á kostnað Evrópu og Miðausturlanda“ og „Bandaríkin ætla að auka hernaðarstarf sitt á því svæði, heræfingar og hernaðarsamvinnu með þáttöku fleiri ríkja, þ.á.m. Ástralíu, Filipseyjum, Singapore og Tælands, og meiri herútbúnaði, þ.m.t. að minsta kosti 40 nýjum skipum.“ (www.eurasiareview.com 11. júní: „Southeast Asia: US Revives And Expands Cold War Military Alliances Against China“). Bandaríski Kyrrahafsheraflinn var þó fyrirfram öflugasta herstjórnareining heims.

Þann 4. júlí sl. hélt Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, ræðu hjá Konunglegu stofnuninni um alþjóðamál í London. Hann ræddi hlutverk og framtíðaráform NATO: „Við sjáum ólgu og óöryggi í Miðausturlöndum og Norður-Afríku. Við sjáum ný stóveldi koma fram – efnahagsleg, stjórnmálaleg og hernaðarleg. Og við heyrum marga fréttaskýrendur spá undanhaldi Vestursins eins og við þekkjum það…“ En NATO-Rasmussen telur að svar sé til við þessum áskorunum: „Skilaboð mín hér og nú eru að NATO sé lykillinn að svarinu. Á þessum tímum óöryggis er NATO uppspretta öryggis. Framlag bandalagsins er meginþáttur í alþjóðlegu öryggi og stöðugleika. Í krafti þess getum við mætt áskorunum samtímans af styrk.“ (heimild)

3. Efnahagslegar rætur stríðsins

Það er augljóst þeim sem sjá á annað borð að ófriðlegt er í heiminum. Sérstaklega eru það Bandaríkin og Vesturblokkin sem sýna fádæma árásargirni og útþensluhneigð. Gamall marxisti spyr sig hvort finna megi kenningar og hugtök í verkfærabúri marxismans sem skýri þá þróun sem hér var lýst. Til þess þarf að taka ofurlítinn krók yfir í þjóðhagfræði.

Þegar Marx skrifaði Auðmagnið setti hann fram nokkrar tesur um „hreyfilögmál“ kapítalískra framleiðsluhátta. Hér skulu nefnd tvö slík lögmál: Eitt þeirra, það sem Marx hafði fremst, er lögmálsbundin þörf auðmagnsins til að hlaðast upp. Það lögmál leiðir beint af gróðasókninni. Auðmagn er peningahaugur sem verður að stækka í framleiðsluferlinu, annars er framleiðslan tilgangslaus fyrir auðherrann. Upphleðsla auðmagnsins veldur líka vaxandi þörf þess fyrir bæði auðlindir og markaðssvæði. Af því leiðir að kapítalisminn hefur innbyggða útþensluhneigð. Annað lögmál er tilhneiging auðmagnsins til samþjöppunar. Áðurnefnd þensluhneigð leiðir af sér samkeppni og í henni vinna sumir en aðrir tapa og hrapa niður um stétt. Einingum fjármagns og framleiðslu fækkar og þær stækka. Það lögmál er sívirkt síðan og afleiðingin er heimur einokunar, risaauðhringa, hlutabréfamarkaða og fjármálafáveldis. Í þeim heimi er trú hægri manna á séreignarréttinn út frá hugmyndum um framtak einstaklinganna og hugguleg fjölskyldufyrirtæki fjarstæðukenndur draumur úr fortíðinni. Að lýsa arðránskerfi sem frelsi kostar lygar. Að lýsa afætukapítalisma nútímans sem kerfi lýðræðis og framfara kostar tröllaukinn hugmyndafræðiiðnað og heimsmyndarsmíði sem afbakar veruleikann ofan í okkur án afláts.

Lenín bætti við nokkrum lögmálsbundnum þróunareinkennum kapítalisma á stigi einokunar og heimsvaldastefnu, þegar „drottinvald einokunar og fjármálaauðvalds festir sig í sessi, þegar fjármagnsútflutingur hefur fengið áberandi áhrif, þegar hafin er skipting heimsins milli alþjóðlegra hringa og lokið er skiptingu á öllum löndum jarðarinnar milli voldugustu auðvaldsríkjanna.“ (Heimsvaldastefnan, hæsta stig auðvaldsins, bls. 117). Lenín sagði ójafna þróun efnahagseininga vera lögmál undir kapítalismanum vegna samkeppni og stjórnleysis markaðarins, og á skeiði einokunar og heimsvaldastefnu væri sú ójafna þróun sterkari og leiddi af sér átök milli landa og blokka. Sérstakt efni í jarðskjálfta sé það þegar upp komi óhjákvæmilegt misræmi á milli efnahagslegs styrks og yfirráðasvæðis: „Hvaða úrræði annað en stríð kemur til greina á auðvaldsgrundvelli til þess að eyða misræmi á milli þróunar framleiðsluafla og samsöfunar fjármagns annars vegar og skiptingar nýlendna og „áhrifasvæða“ fjármálaauðmagnsins hins vegar?“ (sama heimild, bls. 130) Til dæmis hafði Þýskaland þá meiri efnahagsstyrk en sem nam áhrifasvæðum þess og þær aðstæður voru eldsmatur, efni í jarðskjálfta.

4. Straumhvörfin eftir fall Múrsins

Heimurinn einkennist af þverstæðu: annars vegar af gífurlegu valdi Bandaríkjanna og nánustu bandamanna þeirra (USA + ESB = NATO-veldin = Vesturblokkin) og hins vegar af harðnandi samkeppni efnahagsblokka um áhrifasvæði og markaðshlutdeild þar sem nýir aðilar sækja fram á kostnað Vesturblokkarinnar.

Á tíma Kalda stríðsins var heimurinn „tvípóla“, hann skiptist í grófum dráttum í tvær herbúðir (seinna raunar þrjár vegna sérþróunar Kína). Keppni risaveldanna gaf samt ákveðið svigrúm fyrir lönd sem kusu að vera óháð. Óhægt var um vik fyrir heimsvaldasinna að gleypa óháð smærri ríki án þess að raska með því valdajafnvægi og friði (það er ekki endilega nauðsynlegt hér að ræða eðli Sovétríkjanna svo ég sleppi því).

Eftir fall Múrsins og niðurlægingu Rússlands á 10. áratug varð heimurinn „einpóla“ (hugtak sem m.a. Pútin hefur notað). Efnahagslegir, pólitískir og hernaðarlegir yfirburðir USA voru gífurlegir. Sovétríkin skildu eftir tómarúm og afbrigðilegt ástand skapaðist á vettvangi heimsvaldastefnunnar. Greið leið opnaðist fyrir bandaríska og vestræna auðhringa að sækja fram. Hernaðarlegri sókn USA var sérstaklega beint til hinna olíuauðugu Miðausturlanda. Nokkur lönd þar höfðu áður hallað sér að Sovétríkjunum og önnur reyndu að standa upprétt. Slík hegðun var ekki lengur líðandi. Eftir brotthvarf kommagrýlu settu hugmyndafræðingar heimsvaldasinna á flot kenningar um „átök menningarheima“ og „alþjóðlegt samsæri íslamista“ og USA gat aftur þétt net herstöðva sinna og leppstjórna og hóf síðan nokkur stríð á þessu dýrmæta svæði (tvö stríð í Írak, 1991 og 2003, eitt í Sómalíu 1992-3, eitt í Líbíu 2011 auk stríða gegnum staðgengla). Vestrænir heimsvaldasinnar tóku einnig að grafa undan hugmyndinni um sjálfsákvörðunarrétt þjóða og fóru að boða „skylduna til að vernda“ borgara í vandræðaríkjum. Beindu þeirri herferð ekki síst inn í SÞ. Hugmyndin um „mannúðarinnrásir“ var í þróun.

Sókn heimsvaldasinna fór ekki síður fram með efnahagslegum aðferðum. Á 10. áratugnum þrýstu auðhringarnir mjög á um „hnattvæðingu“ efnahagslífsins til að tryggja frjálst flæði hins vestræna fjármagns um allan heim, og beittu fyrir sig yfirþjóðlegum stofnunum eins og og AGS, GATT og Heimsviðskiptastofnuninni. Helsta verkefni þeirra stofnana var að brjóta niður efnahagslegt fullveldi þjóðríkja. Pólitískt og diplómatískt vald Bandaríkjanna varð meira á heimsvísu en dæmi eru um áður – gegnum stöðu dollarans, net af bandamönnum og skjólstæðingum, vald innan SÞ m.m. – svo ekki sé talað um hernaðarmáttinn.

5. Taflið um heimsyfirráð

Þrátt fyrir arðrán USA og Vestursins á öðrum heimshlutum gegnum háþróað heimsvaldakerfi sitt fékk Adam ekki langan frið í Eden. Aðrir fóru að banka á garðshliðin. Síðar fór Vesturblokkin að mæta hindrunum og nýrri samkeppni frá öðrum heimsvaldasinnuðum ríkjum og blokkum. Hin ójafna þróun kapítalismans gerði sig gildandi. Gamalt auðvald hefur sterkari tilhneigingu til stöðnunar, afætumeina og kreppu en yngri keppinautar. Allt er það eftir bókinni, og gömlum marxista sýnist kapítalisminn haga sér kórrétt eftir hinum kerfislægu hreyfilögmálum. Greining Leníns á heimsvaldastefnunni hefur aldrei átt betur við.

Fremsti áskorandi Vestursins er Kína eftir að landið gekk á braut kapítalisma og hóf fulla samkeppni um heimsmarkaðinn. Á síðasta áratug fór Kína fram úr Japan sem næststærsta hagkerfi heims. Landið komst í fyrsta sætið sem iðnaðarframleiðandi og dregur ört á Bandaríkin í þjóðarframleiðslu. Ekki síst er Kína nú orðinn stærsti útflytjandi heims og næststærsti innflytjandinn. (heimild)

Kína hefur getað notað sér það opna umhverfi um viðskiptin sem vestrænu auðhringarnir höfðu komið á í „hnattvæðingar“-kappi sínu. Framsókn Kína er eðlilega á kostnað keppinauta eins og Bandaríkjanna og ESB-ríkja.

En efnahagsstyrkur er ekki allt. Pólitískur, diplómatískur og hernaðarlegur styrkur Kína er langt í frá í samræmi við hinn efnahagslega. Eins er um hernaðarmáttinn. Hernaðarlegir yfirburðir Bandaríkjanna eru óskertir. Þróun Kína er reyndar hliðstæð þróun Bandaríkjanna áður fyrr. Þau fóru fram úr öllum í efnahagsstyrk um aldamótin 1900 en ekki pólitískt og hernaðarlega fyrr en í seinni heimsstyrjöld. Samkvæmt Lenín var það misræmið milli efnahagsstyrks og áhrifasvæðis sem var efni í stórstyrjaldir. Og aðstæður nútímans eru mjög hliðstæðar. Pólitískur styrkur Vesturblokkarinnar annars vegar og hins vegar hlutfallslegt undanhald hennar á efnahagssviði er efni í landskjálfta. Stríðin eru eins og áður um áhrifasvæði þótt formleg skiptingin í yfirráðasvæði sé ekki með sama hætti og á nýlendutímanum. Annað sem er ólíkt er það að framan af 20. öld var það „nýja ljónið“ í skóginum, Þýskaland, sem sýndi mesta árásarhneigð og sárvantaði áhrifasvæði. Nú eru „gömlu ljónin“ herskáust en Kína byggir sókn sína á markaðslegum aðferðum.

Kína er ekki eitt og stakt. Fleiri iðnveldi sækja fram – Indland, Rússland, Brasilía – og hafa áhrif í sömu átt. Bandaríkin hafa m.a. brugðist við hinum nýju áskorunum, sem að miklu leyti koma frá Asíu, með því að byggja upp Kyrrahafsheraflann. Auk þess bregðast þau við með því að tengjast Evrópuveldunum nánari böndum. Það kemur fram í endursköpuðu NATO. Það kemur ekki síður fram í nýju stríðunum sem áður voru nefnd. Þar eru ESB-ríkin „Björn að baki Kára“ og eru miklu meira innblönduð í þau stríð en þau voru í hernaðarbrölt Bandaríkjanna fram að því. EES-ríkið Ísland styður líka öll þessi stríð óháð stjórnarmunstri. Þjóðin er reyndar ekki spurð, hvorki í ESB-löndum né á Íslandi.

Eftir uppgangstíma eftirstríðsáranna hefur kapítalisminn sýnt vaxandi merki stöðnunar frá og með 8. áratug og dýpkandi kreppur sækja á hann reglulega. Dýpsta kreppan stendur yfir og dýpkar enn. Eitt þeirra lögmála sem Marx skilgreindi á kapítalismanum var að kreppur væru þar óhjákvæmilegar. Ekki skal ég útlista það lögmál hér en af því leiðir eðlilega af að kreppa eykur á árásrgirni. Fyrir því er líka söguleg reynsla, og síðari heimsstyrjöld var skilgetið afkvæmi kreppunnar miklu á 4. áratug. Reyndar var það ekkert annað en hervæðing og síðan styrjöld sem þá náði að leysa kapítalismann úr kreppunni. Kapítalisminn minnir á sturlaðan fjárhættuspilara. Kannski er stríð eina lausn kapítalismans á vandamálum sínum. En það er ekki lausn fyrir mannkynið.

6. Djöfullinn við stýrið

Herferðin gegn Sýrlandsstjórn hefur ekkert með mannréttindi í Sýrlandi að gera. Liðssafnaðurinn gegn Íran hefur ekkert með gjöreyðingarvopn að gera. En í báðum löndum eru þjóðernissinnaðar stjórnir, andsnúnar vestrænum heimsvaldasinnum og hnattvæðingarprógrammi þeirra. Enn fremur eru þetta nú einu löndin í Miðausturlöndum sem eru í bandalagi við helstu keppinautana, Kínverja og Rússa. Búið er að reka Kínverja út úr Líbíu eftir Líbíustríðið og olíuviðskipti þeirra við Íran eru þeim lífsspursmál. Ef Vesturblokkin nær fram sínum valdaskiptum í Íran hefur hún kverkatak á Kína. Íran og Sýrland eru peð í baráttunni um heimsyfirráð. Stefna USA og Vesturblokkarinnar undanfarin 20 ár er ekki skiljanleg nema sem sókn að fullum heimsyfirráðum.

Ef einhverjum finnst þetta vera samsærishugsun er það líklega af því hann/hún skilur ekki að heimsvaldasinnar geta ekki farið í stríð undir formerkjum sannleikans. Ef þeir segja hreinskilnislega t.d. „við þurfum í stríð til að viðhalda forræði Vesturlanda“ eru þeir kjánar. Þeir verða að ljúga. Því meiri lygi því skynsamari eru þeir. Þeir þurfa á öllum sínum fréttastofum að halda og láta blekkingavaðalinn ganga linnulaust.

Kapítalisminn stefnir með okkur lengra út í voða og villimennsku. Næsti voði sýnist nú vera meiri háttar styrjöld í Miðausturlöndum. Djöfullinn er við stýrið. Djöfullinn heitir „gróðasókn“. Það er naumur tími til að koma í veg fyrir þessi ósköp. Þeir friðarsinnar sem halda að ófriðarhættan stafi af illsku, þröngsýni eða fordómum fólks eða þá þjóðernishyggju og ofstæki einhverra smákónga á ófriðarsvæðum eru því miður nytsamir sakleysingjar í neti heimsvaldasinna.

– – – –

Þessi grein birtist áður á heimasíðu Attac þann 12. júlí 2012.

Sýrland og vestræn heimsvaldastefna

Afmælisdagar kjarnorkusprenginganna í Hírosíma og Nagasaki eru okkur tilefni til að koma saman, minnast þess sem þar gerðist, heita því að slíkt gerist aldrei aftur – og setja fram óskir og kröfur um frið.

Ekki þarf þó djúpa greiningu á erlendum fréttum til að sjá að það er allt annað en friðvænlegt í heiminum nú um stundir. Enn eitt stríð í Miðausturlöndum sýnist vera í uppsiglingu, líklega það stærsta og versta.

Undanfarin 20 ár hefur stríðum í heiminum fjölgað mjög, æ styttra verður  á milli þeirra. Um hvað snúast þessi stríð? Ríkjandi fréttamiðlar á Vesturlöndum gefa okkur þá mynd að stríðin séu háð til að koma böndum á „vonda kalla“, rudda sem vanvirði lýðræði og mannéttindi og ógni líka öryggi nágranna sinna.

Þegar ég var ungur voru „vondu kallarnir“ sem útvarpið talaði um nær alltaf sk. „kommúnistar“. Heitasta stríðið í þá daga var stríðið í Víetnam og öllu Indó-Kína. Eftir að kommúnisminn í Sovétríkjunum og Kína féll, tóku „NÝJU STRÍÐIN“ við, í fyrsta lagi hið undarlega stríð sem George Bush setti á dagskrá – heimsstríð við hryðjuverkamenn – og einnig var hafin sería af stríðum við „vonda kalla“ meðal þjóðhöfðingja: Milosévits, Saddam, Talíbana, Gaddafí, Bashar Al-Assad. Þetta eru sk. „mannúðarstríð“ til að vernda þegna þessara landa gegn vondu körlunum sem þar stjórna.

Ef segja skal hvað þessir „vondu kallar“ eigi sameiginlegt vandast málið. Það er raunar erfitt að halda því fram að þeir séu merktir af meiri ruddaskap en fjöldinn allur af þjóðhöfðingjum heimsins sem fær þó að sitja í friði.

Ef nánar er að gáð koma þó sameiginlegir þættir í ljós. Þessir aðilar sitja eða sátu á svæðum sem eru EFNAHAGSLEG OG HERNAÐARLEG LYKILSVÆÐI, ekki síst hvað snertir vinnslu og flutning á jarðolíu. Ennfremur eiga þessir aðilar gjarnan vingott við önnur stórveldi en þau vestrænu. Þeir eru sem sagt ekki í RÉTTU LIÐI.

Það getur skýrt það að það eru einmitt VESTRÆN STÓRVELDI sem standa á bak við ÖLL ÞESSI NÝJU STRÍÐ. Alla mína 60 ára löngu ævi hefur sama blokkin ráðið mestu á vettvangi alþjóðamála: sú ensk-ameríska með evrópsku bandamönnum sínum, sameinuð í NATO. Um 1990 féll helsti andstæðingur Vesturblokkarinnar, Sovétríkin, og þá fékk hún yfirþyrmandi vald á heimsvísu, bæði pólitískt og hernaðarlegt. Síðan þá hafa valdbeiting hennar og hernaðarumsvif aukist stig af stigi gegnum NATO, og hún setur vægðarlaust á dagskrá VALDASKIPTI í löndum þar sem stjórnvöld eru henni ekki að skapi.

Hins vegar hafa NÝJAR valdablokkir vaxið fram eftir aldamótin 2000 með tilkomu nýrra efnahagsstórvelda sem sækja hart að Vesturlöndum og taka af þeim stækkandi sneiðar af heimsmarkaðnum. Helstu keppinautar Vesturblokkarinnar, Kína og Rússland, mynda jafnframt pólitíska mótstöðublokk eða mótstöðumöndul gegn forræði vesturblokkarinnar á vettvangi alþjóðamála. Skyldi nú ekki þetta tvennt vera samtengt: Annars vegar sívaxandi hernaðarstefna vesturveldanna og hins vegar undanhald þeirra á efnahagassviðinu fyrir skæðum keppinautum? Ég bara spyr. Alla vega er þetta staðreynd: Vesturblokkin hefur hernmaðaryfirburði og hún BRÚKAR þá. Það er hún sem undanfarna tvo áratugi hefur staðið afyrir öllum meiri háttar styrjöldum í heiminum. Í Miðausturlöndum eru liðsmenn í mótstöðublokkinni nú tveir: Íran og Sýrland. Vesturveldin hafa báða í sikti

Um hvað er barist? Mannréttindi og mannréttindabrot segja vestrænar fréttastofur? Hver sem vill má trúa því. Ég segi: Eins og 1914, eins og 1939 takast nú stóru auðvaldsblokkirnar á um áhrifasvæði, auðlindir og markaði. Stríðin snúast EKKERT um „Vonda kalla“ sem vanvirða mannréttindi. Af hverju er okkur þá sagt að þau snúist um „vonda kalla“ og mannréttindi? Jú, fyrsta regla þess sem vill hefja stríð er að gefa því göfuga yfirskrift til að vinna því fylgi meðal almennings. Og svo heppilega vill til að það eru sömu auðvaldseiningar sem STANDA Á BAK VIÐ helstu stríðin og eiga stóru sjónvarpsstöðvarnar sem ÚTSKÝRA stríðin.

Stríðin eru nauðsynlegur hluti af gangverki auðvaldsmaskínunnar, þessu efnahagskerfi sem hefur gróðasóknina sem drifkraft. Stríðin eru ekki knúin fram af sérstökum illmennum, þau eru knúin fram af venjulegum gróðapungum – og framkvæmdastjórum þeirra.

SÁL kapítalismans er gróðasóknin. En VERÖLD hans er frumskógurinn, veröld vægðarlausrar samkeppni milli efnahagseininga, ríkja og ríkjablokka. Þetta tvennt – gróðasóknin og samkeppnin – skapar stríðin. Það er hin einfaldi sannleikur um stríðin. Sagan um vondu kallana er hins vegar skáldskapur, ætlaður almenningi sem er annars frábitinn stríði..

Hvers eðlis eru átökin í Sýrlandi? Ráðandi fjölmiðlar Vesturlanda hafa gert sitt besta til að lýsa þeim sem slátrun stjórnvalda á saklausum mótmælendum. Það hefur þó smám saman komið í ljós, jafnvel í mörgum þeim fjölmiðlum sem venjulega fylgja meginstraumnum, að sú mynd hangir ekki saman. Inn á milli hafa alltaf heyrst fréttir sem sýna t.d. að uppreisnaröflin, hinn sk. Frjálsi sýrlenski her, hefur frá upphafi átaka í mars 2011, verið þungvopnaður. Suðningur Vessturveldanna við hann er ennþá aðallega gegnum leyniþjónustur, en Saudi Arabía og Qatar – traustustu vinir Vesturveldanna í Arabalöndum – hafa vopnað hann opinskátt, og herbækistöðvar á hann í Tyrklandi. Enda kemur fram hjá uppreisnaröflunum sjálfum að um fjórðungur fallinna í stríðinu, yfir 5000 manns, eru sýrlenskir stjórnarhermenn.

Inn á milli meginstraumsfréttanna heyrum við líka um voðaverk – svo sem fjöldamorð í borgunum Homs og Aleppo –sem framin eru af uppreisnarmönnum. Hinir svokölluðu uppreisnarhópar eru að uppistöðu íslamistar enda er ríkisstjórn Assads ein fárra austur þar sem starfar á veraldlegum grundvelli. Þessir vopnuðu íslamistar eru að verulegu leyti komnir frá öðrum araba- og múslimalöndum, en hins vegar ber mjög lítið fjöldamótmælum meðal almennings í Sýrlandi, nema þá helst til stuðnings stjórnvöldum. Það hljómar líka undarlega að heyra um al-Kaídasveitir í fremstu röð þeirrar uppreisnar sem studd er af Vesturlöndum. Hins vegar ná vestrænir leiðtogar og fréttastofur jafnan að snúa því þannig að öll voðaverk í Sýrlandi sýni fram á nauðsyn utanaðkomandi íhlutunar – í nafni mannúðar.

Stríðið í Sýrlandi er ekki valdbeiting stjórnvalda gegn mótmælahreyfingu, Það er ekki heldur hefðbundin borgarastyrjöld. Þetta er UTANAÐKOMANDI ÍHLUTUN og FORLEIKUR AÐ INNRÁSARSTRÍÐI sem stutt er af vestrænum stórveldum og bandamönnum þeirra í arabaheiminum. Þetta er endurtekning á dæminu frá Líbíu, Írak og Afganistan með lítillega breyttum leikurum og  leiktjöldum.

Ísland tilheyrir Vesturblokkinni. Ísland hefur stutt öll stríð hennar eftir fall Múrsins: Írak 1, Bosníustríð, í Kosovo, Afganistan, Írak 2, Líbíu. Og Össur okkar Skarphéðinsson hefur fyrirfram óskað eftir aðgerðum svokallaðs „alþjóðasamfélags“ í Sýrlandi – eins og hann studdi þær í Líbíu í fyrra. Það er línan frá NATO.

Össur er þó engin sérstakur hernaðarsinni, og hann hefur m.a.s sýnt réttlætiskennd og visst sjálfstæði í stuðningi við málstað Palestínu.

Nú er þó miklu meira í húfi að sýnt sé sjálfstæði – og línunni frá NATO hafnað. Ef það gerist ekki munu átökin í Sýrlandi þróast stig af stigi yfir í nýtt stríð í Miðausturlöndum – stríð sem tekur a.m.k. til Írans og verður þar með að miklum hildarleik. Aðgerðarleysi fjölmargra friðarhreyfinga og vinstri stjórnmálasamtaka varðandi átökin í Líbíu og nú Sýrland benda til að þau hafi, illu heilli, innbyrt hugmyndafræðina um ÍHLUTANIR Í NAFNI MANNÚÐAR.

En verkefni okkar er að skapa þrýsting á íslensk stjórnvöld að þau HAFNI STRÍÐSLEIÐINNI, að skapa þrýsting sem er meiri en þrýstingurinn frá NATO. Með því mundum við líka minnast fórnarlambanna í Hirosima og Nagasaki á verðugan hátt. Stríðsöflin sækja fram. Stríðsandstæðingar: Heyrið þið hverjum klukkan glymur?

Pistillinn var upphaflega fluttur við kertafleytingu á Akureyri þann 9. ágúst og birtist jafnframt á Smugunni þann 13. ágúst.

Að vinna sér inn einkennismerki

Í hinu ágæta pólitíska vefriti Counterpunch var bent á ömurlegan þátt sem framleiddur er af NBC, einum af stærri framleiðendum sjónvarpsefnis á Bandaríkjamarkaði. Þetta er raunveruleikasjónvarpsþáttur sem heitir Stars earn stripes. Á vef þáttarins er meira að segja hægt að spila ókeypis skotleik – gegn því að horfa fyrst á auglýsingu.

Ekki er langt síðan að Leiðarljósið slokknaði á RÚV en þá ákvað RÚV, að sýna þess í stað áróðurssápuna Herstöðvarlíf (e. Army Wives). Á vef RÚV segir að Herstöðvarlíf fjalli um „eiginkonur hermanna sem búa saman í herstöð og leyndarmál þeirra.“ Ekki dettur mér í hug að þar komi nokkru sinni fram efnisleg gagnrýni á utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Miklu frekar froðukennd sápa á borð við erfiðleika í sambandi, uppeldi unglinga, krabbamein, o.þ.h. Þetta gerist þó engu að síður á herstöð! Í lögum um Ríkisútvarpið segir að hlutverk þess sé m.a.:

  • 5. Að halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. Gæta skal fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð.
  • 6. Að flytja fjölbreytt skemmtiefni við hæfi fólks á öllum aldri. Sérstaklega skal þess gætt að hafa á boðstólum fjölbreytt efni við hæfi barna, jafnt í hljóðvarpi sem sjónvarpi.

Því finnst mér full ástæða til þess að spyrja: er það í anda laga sem leggja áherslur á grundvallareglur mannréttindi og frelsi að sýna þætti sem gera birtingarmynd bandarískar hernaðarstefnu að eðlilegum hlut? Það er ekki deilt um það að Bandaríkin og bandamenn þeirra brutu lög og réðust með ólögmætum hætti á Írak árið 2003 og það er heldur ekki deilt um það að bandarískir hermenn hafa orðið uppvísir að grófum mannréttindabrotum þar. Er það við hæfi barna?

Ógnaröldin í Sýrlandi, innanfrá

Yara Saleh, fréttakona frá sjónvarpsstöðinni Al-Akhbariya í Qatar, lenti í þeirri raun að vera rænt af uppreisnarmönnum fyrir skemmstu. Hún, og tugir annarra fanga, komust lífs af eftir að sýrlenski stjórnarherinn yfirbugaði hersveitir uppreisnarmanna á svæðinu. Nokkrum klukkutímum síðar tók Thierry Meissant viðtal við Yara. Viðtalið segir allt um hvað þetta snýst. Smellið hér.

 

The world looks the other way as Libyans suffer

Widespread torture, often resulting in death, is being reported in the prisons of the new rebel-controlled Libya.[1],[2],[3] Refugee camps have been attacked and militias are being reported to participate in widespread killings, long after the defeat of the former government.[4],[5] The groups are being attacked, including foreign workers, leftists, former public employees of the Jamahiriya government, as well as beduins and members of targeted tribes of Libya.

The infrastucture of this formerly most prosperous nation-state in the African continent, as was widely documentet just months before the war[6],[7],[8], is devestated after the NATO bombings and the civil war, making daily life for Libyans very hard. The country is not ruled by law, but by mob rule of the estimated 200 thousand members of various violent militias that spread terror throughout the country. Since the Libyan army and police were virtually annihilated by Nato bombs and forces on the ground last year, these militias face no real obstacle. This crisis can not be explained away by suggesting that it is a continuation of human rights malpractice of the former authorities. Indeed, the country had been recognized by the international community as having the most satisfactory human rights practices in North Africa (see appendix) just two months before the uprising started. As Libyans face the most dire humanitarian crisis they have ever experienced, at least since the country gained its independence, the international community is almost totally absent and our media are silent.

Widespread torture and murder in secret prisons

According to figures offered by the new interim government itself “[a]t least 7,000 people who were detained during or after the conflict are currently in detention… Roughly 4,000 of them are being held by various militias across the country in both formal and secret detention facilities”. However, “Justice Minister Ali Hamiada Ashour told Human Rights Watch that he did not know the exact number of militia-held detainees, in part because militias were holding some people in secret prisons”[9] In other words, no one knows exactly how many more are held in these “secret prisons”; only that there are at least 7,000.

The very few glimpses of international scrutiny that were available until April, tell a horrifying tale. “International humanitarian groups have reported widespread incidences of torture, extrajudicial executions, and rape of both men and women by officially recognized military and security forces as well as numerous armed militia” commented Lindsey Powers in January 2012[10]. Doctors Without Borders left Libya during this time in protest after repeadedly receiving patients that had obvious signs of torture, only to hand them over to the torturers again. “Patients were brought to us in the middle of interrogation for medical care, in order to make them fit for further interrogation. This is unacceptable. Our role is to provide medical care to war casualties and sick detainees, not to repeatedly treat the same patients between torture sessions” commented Christopher Strokes, the general director of DWB.

Unfortunately, when Doctors Without Borders left Libya, the country became virtually stripped of all international monitoring.

Only a few prisoners have managed to get their stories out. “The treatment was inhuman,” said Doctor Osama Mussa, as the prison guards around him looked uneasy.”They burnt people with cigarettes, beat their feet, hung men by their arms – look here,” he said, showing dark swollen rings and scars around his and other prisoners’ wrists and arms.[11] Four of five prisoners detained by a militia in Misrata told that they were forced to drink fuel, were stripped and beaten with metal cables, and driven to a secret location were they saw a lot of blood on the walls. In their own words, they could smell death. After being held for four days, the guards poured alcohol over the bodies of some of the prisoners and burned them alive (including the fifth from the group).[12]

A family who managed to buy freedom for a political prisoner from Misrata found that he had lost two limbs. According to his testimony he had seen people severely tortured, which often resulted in death. The methods included being boiled alive, arbitrarily cut with knives and raped.[13] Being one of the few people who have managed to escape these secret prisons, his testimony should be valuable to bring forth international condemnation of the human rights abuses committed in Libya.

Genocide of Black Libyans

One of the groups that have suffered some of the worst atrocities are Libyans who have dark skin. Tawergha, a town of 32,000 people most of whom are dark skinned Libyans, has been ethnically cleansed and is now empty.[14] The surviving inhabitants are being persecuted, tortured, lynched and murdered[15]. In fact, dark skinned Libyans have been persecuted since the very beginning of the riots in February 2011. As an example, on15th of February, 50 Black men were lynched and hanged in al-Bayda.[16] Three days later, hundreds of dark skinned Libyans were massacred in al Kufra, according to a report from AFP[17]. Public lynchings were recorded by the rebels themselves, continued throughout the civil war and continue to this day.[18],[19] Falsely accused of being mercenaries, foreign workers and dark-skinned Libyans were massacred. Example from the BBC, “We had 70-80 people from Chad working for our company – they were cut dead with pruning shears and axes, attackers saying: ‘You are providing troops for Gaddafi’”.[20]  Sadly, this is still common practice in Libya today. Black people are being systematically targeted to such a degree that the concept “genocide” factually describes the situation.

 

Refugee crisis

Since the start of the uprising in 2011, hundreds of thousands have fled the country, and many of these refugees face a hard life. As an example, at least 86.000 migrant workers from Chad were forced to flee from the extreme racism of the Libyan rebels. They cannot return back to Libya, and currently live in refugee camps in Chad, near the Libyan borders. Unfortunately, the country has been suffering from serious draughts. According to camp organisers, the refugees are in dire need of fresh water, medicine and other products.[21],[22] There are more than 200,000 internally displaced persons (IDPs) in Libya[23] who face equally grim futures.

 

Political persecution

The fate of the political class is a prime example of the brutality and lawlessness that is now the rule in Libya. The internationally accepted leader of Libya, Dr. Baghdadi Mahmoudi who was democratically elected as the secretary of the People’s Congress, has been handed over to the militias in Libya in spite being found not guilty of any national or international crimes in an investigation carried out in neighbouring Tunisia. According to Mahmoudis Tunisian lawyer, Mahmoudi has already been subjected to torture from which he has received serious injuries including a punctured lung, a cerebral hemorrhage and psychological trauma. He adds that he expects that he will die in capture considering the horrible status of the current Libyan prison system. Saif al-Islam, the son of Muammar Gaddafi, is still held in confinement in prison. His captors have repeatedly refused the International Criminal Court’s request that he be handed over for a fair trial, and that have even barred his lawyer from contacting him. This despite that the only crime he has been found to be guilty of in the courts of Zintan is improper registration of his camels. His only major involvement with state affairs prior to the civil war was in fact a project which allowed for the release of political prisoners, mostly of the infamous Libyan Islamic Fighting Group which lead the rebel-army that has now taken power. He may also die in custody. Baghdadi and al-Islam are only two of the many followers of the Jamahiriya system that have been mistreated or killed. The rest of the former political structure are either dead, in hiding or in prison.

The new Transitional Government of Libya has passed numerous draconian laws that have no place in today’s world. The most serious of these are laws that exempt all those who fought, or still fight, for the “revolution” last year from legal prosecution. Their human rights abuses and killings are simply put under the table. Concurrently, it was declared as illegal to glorify the Jamahiriya system of governance or to glorify Muammar Gaddafi. Sharia law was already announced in November last year, ending the secularism of the Jamahiriya system.

 

The newly conducted elections in Libya can hardly be considered fair and just, when the followers of the Jamahiriya system are systematically repressed and killed, as they are now. In the current climate of Libyas civil life it is almost impossible for anyone to openly adhere to the Jamahiriya liberal socialist system, it is simply too risky on a personal level.

 

Abandoned by the international community

The same international community that condemned the Jamahiriya government, and the Gaddafi family, for crimes that are in no way close to what the new militia rule openly cheers, and for which the embedsmen never received a chance to defend themselves from, is now silent. Now it seems that the citizens of Libya have no right for protection against violence. If only the same voices that cried a year ago would return, the people of Libya might find hope of peace and safety. If the international community, including its NGOs, want to retain any of their integrity it must react to what is happening in Libya now.

 

References


[1] Cochlan, T. 26.11.11. Libyan prisoners tortured by rebels in Khoms. Khoms: The Australian Times. Accessed 28. june 2012 from http://www.theaustralian.com.au/news/world/libyan-prisoners-tortured-by-rebels/story-e6frg6so-1226206469194

[2] Libya S.O.S. 05.02.2012. Libya Testimony – Torturing detained black prisoners. Accessed 28. june 2012 from http://libyasos.blogspot.com/2012/02/libya-testimony-torturing-detained.html

[3] Powers, L. 28.01.2012. End widespread torture and abuse in Libyan prisons. Force Change: Accessable at http://forcechange.com/12640/end-widespread-torture-and-abuse-in-libyan-prisons/

[4]  Holmes, O. and Zargoun, T. 06.02.2012. Gunmen killed five Libyan refugees. Reuters. Available at http://www.reuters.com/article/2012/02/06/us-libya-violence-idUSTRE81526T20120206

[5] Global Civilians for Peace in Libya. 22.01.2012. Libya is like Somalia. Available at http://globalciviliansforpeace.com/2012/01/22/libya-is-like-somalia/

[6] UN, Human Rights Council. 04.01.2011. Report of the Working Group on the Universal Periodic Review. Libya.

[7] United Nations Development Program. 2011. Human Development Index: Libya. Available at http://hdrstats.undp.org/en/countries/profiles/LBY.html

[8] The World Bank. 2009. By country data: Libya: http://data.worldbank.org/country/libya

[9] Human Rights Watch. 18.06.2012. Libya: Candidates Should Address Torture, Illegal Detention. Available at: http://www.unhcr.org/refworld/docid/4fe01e632.html %5Baccessed 28 June 2012]

[10] Powers, L. 28.01.2012. End widespread torture and abuse in Libyan prisons. Force Change: Accessable at http://forcechange.com/12640/end-widespread-torture-and-abuse-in-libyan-prisons/

[11] Cochlan, T. 26.11.11. Libyan prisoners tortured by rebels in Khoms. Khoms: The Australian Times. Accessed 28. june 2012 from http://www.theaustralian.com.au/news/world/libyan-prisoners-tortured-by-rebels/story-e6frg6so-1226206469194

[12] Libya S.O.S. 05.02.2012. Libya testimony – torturing detained black prisoners. Available at http://libyasos.blogspot.no/2012/02/libya-testimony-torturing-detained.html

[13] Libya Against Superpower Media. 13.05.2012. This is the new free democratic Libya. Available in http://libyaagainstsuperpowermedia.com/2012/05/13/this-is-the-new-free-democratic-libya-starting-from-jail-ending-to-death/

[17] AFP. More than 100 people killed in south Libya clashes. Tripoli: AFP

Neyðarástand í Chad eftir Líbýustríðið

Að minnsta kosti 86000 atvinnuinnflytjendur frá Chad þurftu að flýja frá ofbeldissveitunum sem tóku völdin í Líbýu fyrir skemmstu. Þeirra beið hörmungarástand í heimalandinu, enda hafa þurrkað geysað um hríð og landið var engan vegin í stakk búið að taka á móti svo mörgu flóttafólki. Samkvæmt umsjónarmönnum flóttamannabúðanna í Chad eru einungis eftir vistir til þriggja mánaða, en ekkert útlit er fyrir því að fé eða frekari vistir berist búðunum í bráð. Þegar er hátt á annað hundrað þúsund manns í bráðri hættu á dauða vegna vannæringar. Forstöðumenn flóttamannabúðanna hvetja því þau ríki sem tóku þátt í eyðileggingu Líbýu að sanna að eitthvað sé hæft í þeim fullyrðingum að stríðið hafi verið háð af mannúðarástæðum og koma þessu fólki nú til aðstoðar.

Sjá nánar á http://allafrica.com/stories/201202271223.html

 

Sálfræðingar í APA aðstoða við pyntingar

Samtökin Coalition for an Ethical Psychology berjast nú fyrir því að samtök sálfræðinga í Bandaríkjunum (APA), sem eru langstærstu og valdamestu samtök innan sálfræðinnar, beiti sér gegn því að meðlimir samtakanna noti þekkingu sína við ýmsa siðlausa iðju. Það hefur komið á daginn að fjöldi sálfræðinga vinnur með Bandaríkjaher og leyniþjónustu Bandaríkjanna við sálfræðihernað (psychological warfare), pyntingar (sem kallaðar eru “óhefðbundnar yfirheyrsluaðferðir”) og áróður í hernaðarskyni. APA hefur ekki orðið við kröfunni og hefur þess í stað hafið upplýsingabaráttu til þess að réttlæta iðju sína.

Frekari upplýsingar má nálgast á www.ethicalpsychology.org/pens