Ályktun aðalfundar Rauðs vettvangs

Aðalfundur Rauðs vettvangs var haldinn í Friðarhúsi á laugardaginn var, þann 28. mars. Hann samþykkti eftirfarandi ályktun:

Ályktun aðalfundar Rauðs vettvangs

Eftir að kreppa auðvaldsins lagðist yfir íslenskt samfélag síðastliðið haust hafa öll máttarvöld kerfisins reynt að telja fólki trú um að aðrar ástæður séu fyrir kreppunni en auðvaldskerfið sjálft. Margir þykjast hafa lausnir á vandanum og láta í það skína skjótt muni bregða til hins betra.

Continue reading

Af efnahagsmálum á landsfundi Vinstri-grænna

vgÁ síðasta degi landsfundar VG var farið í gegn um urmul ályktana, og tók það mun lengri tíma en dagskráin gerði ráð fyrir. Efnahagsmál og lýðræðismál voru meðal síðustu málaflokka á dagskrá, sem má teljast undarlegt í ljósi þess að ekki eru nema tveir mánuðir frá stjórnarbyltingu vegna efnahagsmála og lýðræðis. Látum það þó liggja milli hluta. Hápunktur fundarins var að mínu mati þegar ályktunartillaga Ungra vinstri-grænna var samþykkt, um jafnrétti og frelsi í trúmálum. Sú ánægja fellur þó algerlega í skuggann af óánægju minni yfir meðferð ályktunartillögu sem efnahagsmálahópur lagði fram, en ég var í þeim hópi.

Continue reading

Risastyrkur til jafnrannsókna

Stjórn Vísinda- og tækniráðs Íslands úthlutaði styrkjum úr svonefndri markáætlun um öndvegissetur og – klasa í febrúar sl. Um er að ræða stærstu styrki sem veittir hafa verið hér á landi og eru þeir til sjö ára (2009-2015). Eitt af þremur verkefnum (úr hópi yfir 80 verkefna) sem hlutu styrk er verkefnið Öndvegissetur í jafnréttis- og margbreytileikarannsóknum. Verkefnisstjóri er Irma Erlingsdóttir, forstöðumaður RIKK en Sigríður Þorgeirsdóttir, dósent í heimspeki, er formaður stjórnar verkefnisins. Sjá nánar á heimasíðu RIKK: http://www.rikk.hi.is

Continue reading

10 ár liðin frá fyrsta stríði Íslendinga

Í dag, 22. mars, eru tíu ár liðin frá upphafi fyrsta raunverulega stríðsins sem lýðveldið Ísland var þátttakandi í; 78 daga loftárásum Atlantshafsbandalagsins gegn lýðveldinu Júgóslavíu. Þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddson og þáverandi utanríkisráðherra, Halldór Ásgrímsson, samþykktu árásirnar fyrir hönd Íslands og tóku þátt í fundum um það hvernig stríðið ætti að fara fram. Hér á eftir getur að líta kafla úr fyrstu íslensku bókinni um Kósóvóstríðið, en stefnt er að því að hún komi út snemma á komandi sumri.
Continue reading

„Ég heiti Rachel Corrie“

Einleikur eftir Alan Rickman, skrifaður upp úr dagbókum og tölvupóstum Rachel Corrie, leikinn af Þóru Karitas Árnadóttur, í leikstjórn Maríu Ellingsen.Rachel Corrie

Rachel Corrie var 23 ára stúlka frá Bandaríkjunum, sem fór til Palestínu til að starfa þar sem sjálfboðaliði og liðsinna Palestínumönnum. Hún komst í heimsfréttir í mars 2003, þegar hún beið bana á Gaza-ströndinni. Hún stóð í veginum fyrir ísraelskri jarðýtu sem átti að brjóta niður palestínskt hús. Jarðýtan stoppaði ekki, heldur ók yfir Rachel. Þetta var ekki slys, heldur morð. Ýtustjórinn vissi að það stóð manneskja fyrir framan ýtuna, en hann gaf samt í.

Continue reading

Hvaða kröfur á andstaðan nú að gera?

Stjórnvald í skjóli og skugga AGS

Illa er komið fyrir fullveldi landsins. Ríkisstjórnin ber ekki merki stjórnvalds. Annars vegar er hún innlendur uppáskriftaraðili fyrir Gjaldeyrissjóðinn (AGS) og „leppar“ tilskipanir hans (í byggingariðnaði er „leppur“ sá sem skrifaður er fyrir byggingu þótt annar sé í raun byggingarstjóri). Hins vegar stundar stjórnin einhvers konar líknarstörf. Við horfum upp á mikið úrræðaleysi og valdaleysi hinna formlegu stjórnvalda landsins í kreppuumbrotum auðvaldsins á landsvísu og heimsvísu. AGS er framkvæmdanefnd stórauðvaldsins. AGS hefur alls staðar það verkefni að gera við auðvaldsborgina þegar brestir koma í hana, og velta kreppubyrðum á almenning.

Continue reading

Fundargerð IMF og fulltrúa grasrótarinnar

Hér á eftir fer greinargerð um fund fulltrúa grasrótarinnar við fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Seðlabanka Íslands.

Fundur grasrótarinnar með AGS í Seðlabankanum 10. mars.

Fundinn sátu Árni Daníel Júlíusson og Eva Hauksdóttir af hálfu grasrótarinnar, Mark Flanagan og tveir aðrir fulltrúar af hálfu AGS og Lilja Alfreðsdóttir af hálfu Seðlabankans. Mark Flanagan hafði langmest orð fyrir AGS-nefndinni.

Continue reading

Breyskleikar hugans og lýðræði

PhrenomenologyGrundvallaratriði í lýðræðislegum stjórnarháttum er þátttaka almennings alls. Við viljum mörg flatan strúktúr en ekki mið- eða fástýringu, forræðishyggju eða kúgun. En í þessu fyrirkomulagi eru faldar hættur. Í heimi samkeppninnar verður ætíð hætta á því að óprúttnir aðilar reyni að beita áróðri til að stýra hegðun fólks almennt. Valdamiklir aðilar geta sniðgengið lýðræðið með því að hafa áhrif á skoðanir og hugmyndaheim fólks og láta það þannig haga sér á þann hátt sem það vill. Þetta getur jafnvel verið áhrifaríkara en að beita valdi til þess að ná hinu sama fram. Ef við viljum lágmarka það hversu móttækileg við erum fyrir áróðri og koma í veg fyrir að möndlað sé með hugmyndir okkar á ósæmilegan hátt, verðum við að hafa einhverja hugmynd um það hvað það er sem gerir okkur móttækileg fyrir fortölum. Þekking er góð vörn.

Continue reading

Nýr vefur Andspyrnu

Andspyrna

Nýr og betri vefur andspyrnu hefur litið dagsins ljós. Eftirfarandi grein er fengin að láni þaðan með góðfúslegu leyfi höfundar.

Fátækt stjórnmála á nýlendunni

Stjórnmál á íslandi eru arfafátækt fyrirbæri. Pólitísks þroska verður varla vart nema þá kannski meðal þeirra sem eru nógu skynsamir til að halda sig fjarri þeim leik. Eins og önnur fyrrum nýlenduríki, fékk sá menningarhópur sem byggir eyjuna, ríkisfyrirkomulag í arf frá sínum nýlenduherrum. Með því fylgdi lýðræðiskerfi byggt á starfsemi stjórnmálaflokka. Firring stjórnmála hefur aukist hratt síðustu ár þar sem flokkastarf hefur einokað pólitískt starf og þeim sem ekki eru hluti af því finnst eins og stjórnmál eigi ekki að koma þeim við og að stjórnmál hafi ekkert að gera með hvernig fólk lifir sínu lífi.

Continue reading