Í skugga hótana

Nú þegar afgreiðsla á ríkisábyrgð vegna svokallaðs Icesave-samnings er á lokastigi, knýja margar áleitnar spurningar dyra. Hvernig gat þetta mál þróast í þann farveg, að þrátt fyrir að öll rök hnígi í gagnstæða átt, skuli oddvitar ríkisstjórnarinnar beita sér af slíkri hörku til að knýja fram afarkosti fyrir íslensku þjóðina?

Continue reading

Mordechai Vanunu handtekinn

Ísraelska ríkið hefur enn og aftur handtekið Mordechai Vanunu , nú fyrir að tala við útlendinga. Vanunu sat í fangelsi í 18 ár fyrir að ljóstra upp um kjarnorkuvopnaáætlun Ísraela. Margoft hefur verið stungið upp á Vanunu sem friðarverðlaunahafa Nóbels en norsku embættismennirnir hafa verið of uppteknir við að mynda tengsl við yfirmenn herafla Bandaríkjanna og embættismenn hjá Atlantshafsbandalaginu til að taka hann í hópinn.

Næsta skotmark: Yemen?

Þingmennirnir Joe Lieberman og Pete Hoekstra sögðu í viðtali við sjónvarpsstöðina Fox í Bandaríkjunum að Yemen væri hættulegt hagsmunum Bandaríkjanna og að ef Bandaríkin réðust ekki á Yemen í forvarnarskyni (preemtive) gæti Yemen orðið næsta svið hryðjuverkastríðsins. Fox og the Tiemes lýsa því nú að hundruð vígamanna séu nú í Yemen að brugga launráð gegn Bandaríkjunum. Samkvæmt New York Times hafa leyniþjónustumenn CIA unnið í Yemen í rúmt ár.

Áhrif ójafnvægis á frjálsum markaði

Hinn svokallaði frjálsi markaður er hornsteinn hugmynda hægri-frjálshyggjumanna um hagkerfisskipan. Eftirfarandi er fyrsta grein í ritröð þar sem þetta fyrirbæri verður skoðað nánar.

Gerum ráð fyrir því að í samfélagi ráði markaðshagerfi þar sem nánast fullkomin samkeppni ríki. Allir meðlimir samfélagsins eru jafnir í greind og öðrum persónulegum eiginleikum. Allir byrja á jöfnum stað hvað varðar lífsgæði og möguleika til að sjá fyrir sér. Hvað gerist ef skekkja kemur í hagkerfinu sem hyglir einum eða fleirum leikmönnum í kerfinu?

Continue reading

Gaza: Um stríð og stjórnmál

Nú er ár liðið frá því að stóráhlaup Ísraelshers á íbúa Gazastrandar hófst. Hér eru pólitískar og sögulegar forsendur áhlaupsins raktar í grein sem birtist í síðasta hefti Frjálsrar Palestínu.

Snemma árs var utanríkisþjónustu Íslands tilkynnt að ísraelskur ráðherra væri á leiðinni til þess að „útskýra“ málstað Ísraels. Ráðherrann, Össur Skarphéðinsson, gaf skýrt svar: Slíkt væri ekki við hæfi. Það sem Ísraelinn ætlaði að „útskýra“ var kaldrifjað fjöldamorð sem stóð í nokkrar vikur og kostaði um fjórtán hundruð mannslíf og þúsundir særðra. Þegar einhver kemur og ætlar að „útskýra“ hvers vegna það hafi allt verið nauðsynlegt og rétt, þá er það síst of djúpt í árinni tekið að kalla það óviðeigandi.

Continue reading

Sundurfélag – jólahugvekja

Orðanotkun er oft svo sjálfvirk að við leiðum ekki alltaf hugann að því hvaða merking liggur á bakvið hugtökin sem við slengjum fram. Þannig er til dæmis um orðið samfélag, í öllu samhengi. Hvað meinum við til dæmis þegar við segjum að eitthvað sé í „þágu samfélagsins“, eða að „samfélagsstjórn“ sé á hina eða þessa vegu. Lifum við í raun í samfélagi? Hverjir tilheyra þessu félagi, og hvað gera þessi meðlimir saman? Er sáttmáli bakvið þennan félagsskap og höfum við öll samþykkt hann?

Continue reading

Ísraelsher játar að hafa stolið líffærum

Ísraelska sjónvarpsstöðin Channel 2 hefur uppvíst að ísraelskir réttarlæknar hafi stolið líffærum látinna Palestínumanna, og einnig nokkurra Ísraelsmanna, án þess að gera aðstandendum grein fyrir því og selt þau. Bandarískur fræðimaður hafði fengið játningu frá einum læknanna árið 2000 og hefur nú ákveðið að birta viðtal við hann. Ísraelski herinn neyddist því til að játa að vitað væri um slíkan líffærastuld, en bætti við að sú starfsemi væri nú hætt. Stjórnvöld höfðu áður neitað að slíkt hefði átt sér stað.

Fréttir 20. desember

Aðventukvöld Andkristnihátíðar fór fram á kaffihúsinu Amsterdam í Reykjavík í gær, þann 19. desember. Fjöldi hljómsveita fögnuðu jólunum og að sögn gesta og flytjenda tókst vel til. Páskum verður svo blótað 9. og 10. apríl n.k.

Á þriðjudag var ráðist gegn íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn. Í fréttatilkynningu kom fram að “Eftirlitsmyndavél var gerð vanhæf með spreyi, íslenska skjaldamerkið afmyndað með sama hætti, grænni málningu var atað út um veggi hússins og á framhurð þess, og með stórum stöfum var ,,Græn orka – hreinar lygar“ m.a. skrifað”

Flóttamaðurinn Nour Aldin-Alazzawi sem vísað var úr landi fyrr á árinu er kominn aftur til landsins. Brottvísun hans hafði verið mótmælt harðlega.

Hagsmunasamtök heimilanna héldu kröfufund í gær klukkan 15. Heimavarnarlið samtakanna stækkar stöðugt og þeir sem vilja leggja krafta sína í baráttu þess geta haft samband við heimavarnarlidid@gmail.com.

Hreyfingin hefur gefið út fréttatilkynningu þar sem fjallað var um frumvarp forsætisnefndar um breytingu á lögum nr. 142/2008 um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða (mál 286 – þingskjal 330). Hreyfingin reyfaði þar tillögur sínar.

Bandaríkjaher mun hafa eytt a.m.k. einni trilljón Bandaríkjadala í stríð frá septemer 2001 eftir næsta bókhaldsár ef ný fjárhagsáætlun hersins gengur eftir.

Eggin reiðir sig einungis á sjálfboðavinnu. Vinsamlegast leggið lið með því að senda efni til <!– var prefix = 'ma' + 'il' + 'to'; var path = 'hr' + 'ef' + '='; var addy66683 = 'eggin.ritstjorn' + '@'; addy66683 = addy66683 + 'gmail' + '.' + 'com'; document.write( '‘ ); document.write( addy66683 ); document.write( ‘‘ ); //–>eggin.ritstjorn@gmail.com