Bannaður blaðamaður

Farþegavél frá franska flugfélaginu Air France var neitað af bandarískum flugmálayfirvöldum að  fljúga yfir Bandaríkin á leið sinn til Mexíkó, 18 apríl s.l. Ástæðan var sú að meðal farþega var franskur ríkisborgari og blaðamaður, ekki hryðjuverkamaður, sem er á svörtum lista bandarísku alríkisstjórnarinnar.  Fyrrnefndur blaðamaður er gagnrýninn á stefnu Bandaríkjanna gagnvart Kólombíu og er að vinna að bók um bandarísku leyniþjónustuna. Meira þarf ekki til.

Sjá frétt Telegraph .

Stefán Þorgrímsson

Þrælahald undir stjórn Sameinuðu þjóðanna

Sameinuðu þjóðirnar hafa sent út yfirlýsingar í gegnum tíðina þar sem þrælahald er fordæmt og hvatt til aðgerða. Ekki er vanþörf á því að berjast fyrir þeim málstað. SÞ áætluðu að árið 2005 væru um 27 milljónir manna í þrælahaldi; en slíkur fjöldi þræla hefur aldrei í sögu mannkyns verið til. Til samanburðar má geta að um 10 til 12 milljónir manna voru sendir frá Afríku til suður og norður Ameríku frá sextándu öld til nítjándu aldar (nánar). Þrælahald er ekki fortíðarvandi eins og sögubækur gefa stundum í skyn. Hér er átt við algert þrælahald þar sem manneskja er eign og vinnudýr einhvers annars, en ef tekið er með í reikninginn fólk sem er neytt til að vinna launalaust með hótun um ofbeldi hækkar talan mikið.

Continue reading

Hvað á að kjósa?

Í kosningum má gróflega skipta byltingarsinnum í tvo hópa, þá sem vilja frekar styðja skásta kost heldur en ekkert, og þá s em neita að styðja borgaraleg framboð. Nú eru sjö framboð sem munu keppa um hylli kjósenda á laugardaginn kemur, öll borgaraleg. Ég ætla hvorki að eyða orðum í hægriflokkana fjóra né Ástþór Magnússon að sinni. Þá eru eftir Vinstrihreyfingin-grænt framboð og Borgarahreyfingin, framboðin tvö sem vekja mesta athygli fólks sem vill alvöru breytingar.

Continue reading

Fréttatilkynning frá Torfusamtökunum

Torfusamtökin gera athugasemd við vinnulag lögreglunar við handtöku hústökufólks við Vatnsstíg í sl. viku.

Furðu vekur að slíkri hörku skuli beitt gagnvart aðgerðum hóps sem hafði það eitt að markmiði að benda á leiðir til bæta umhverfi og samfélag í miðbænum, með því að vekja athygli á nýtingarmöguleikum þeirra fjölmörgu eldri húsa í miðbænum sem standa auð og liggja undir skemmdum vegna sinnuleysis eigenda sinna.

Continue reading

Peningana eða lífið

Þegar allt kemur til alls, er það ekki merkilegt að hræringar á hlutabréfamörkuðum, brask fjárglæframanna og gjaldeyrisskortur hafi afgerandi áhrif á efnislega afkomu okkar? Hvað er það eiginlega sem hefur breyst? Ekkert áþreifanlegt hefur farið burt, aðeins uppfundnar jöfnubreytur hafa breytt um tölugildi. Öll tækni er enn til staðar; vegir, brýr, byggingar, föt, vegljós, flutningstæki o.s.frv. eru eins og þau voru fyrr en samt er hætta á því að framtíðaráætlanir fólks fari í súginn og að efri árin beri með sér aukið vinnuálag og eignatap. Við skuldum peninga; og það sem meira er, peninga sem einhverjir aðrir tóku í lán.
Continue reading

Sinclair Lewis: It Can’t Happen Here

Sinclair Lewis: It Can’t Happen Here.
Penguin Signet Classics, New York 1993; upphaflega útgefin 1935. 330 blaðsíður.

Sinclair Lewis er talinn til sígildra rithöfunda Bandaríkjanna, og margir munu hafa lesið bók hans Babbitt, sem hefur komið út í íslenskri þýðingu. It Can’t Happen Here kom út árið 1935. Kreppan var í algleymingi og á meginlandi Evrópu var fasisminn að breiða út vængi sína. Titill bókarinnar vísar til þess, sem Bandaríkjamönnum er hætt við að segja, að bandarísk jörð sé ekki frjó fyrir fasisma vegna hugarfars þjóðarinnar. Hún sé það frjálslynd og lýðræðislega þenkjandi að fasistastjórn fái aldrei þrifist þar. Lewis var á öðru máli.

Continue reading

Byltingarmenn deyja aldrei

George Habash (1926-2008) var stofnandi PFLP, Alþýðufylkingarinnar fyrir frelsun Palestínu, og leiðtogi hennar í 33 ár, frá 1967-2000. Á árunum 2006-2007 tók franski blaðamaðurinn Georges Malbrunot röð viðtala við hann, sem nýlega komu út á bók í Frakklandi (Georges Habache: Les révolutionnaires ne meurent jamais – Conversations avec Georges Malbrunot, Fayard, Frakklandi 2008). Hér eru nokkur smábrot úr bókinni í íslenskri þýðingu:

Höfuðverkefnið er að bindast bandalagi við allar andspyrnuhreyfingarnar. Fyrst þurfum við að leysa vandamálið með drottnunarstöðu Bandaríkjanna, og síðan munum við ræða það sem okkur greinir á um við íslamistana.

Continue reading

Vatnsstígshústöku ógnað

Eigendur Vatnsstígs 7, sem hústökufólk tók á skírdag, vilja að húsið verði rýmt í dag, þriðjudag 14. apríl. Ef það verður ekki tómt klukkan 16:00 verður lögreglunni sigað á fólkið. Þeir vilja frekar láta húsið drabbast áfram niður mannlaust heldur en að leyfa félagslegu starfi að þrífast þar. Draumur eigendanna er að rífa húsið og önnur gömul hús í kring, og byggja í staðinn verslanamiðstöð. Hústökufólkið ætlar ekki að verða við tilmælum þeirra, heldur bjóða þeim byrginn. Stuðningsmótmæli verða fyrir framan Vatnsstíg 7 klukkan 15 í dag og ef löggan kemur klukkan 16 verður húsið varið eins lengi og hægt er.

Continue reading

Bandarískir hagsmunir á bak við átökin í Kongó

Á meðan átökin breiðast út í Austur-Kongó, fer lítið fyrir hlutverki Bandaríkjanna og Vesturveldanna í fjölmiðlum. Laurent Nkunda, leiðtogi uppreisnarmanna, er fyrrum hershöfðingi í her Lýðræðislega lýðveldisins Kongó. Uppreisnarhersveitir undir hans stjórn umkringdu borgina Goma, héraðshöfuðborg Kiwu-fylkis, í haust. Hermenn kongósku ríkisstjórnarinnar flúðu, en um 800 hermenn úr friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna vörðust. Harðir bardagar geisuðu milli þeirra og hers Nkunda.
Continue reading